Að minnsta kosti fimm hafa látið lífið eftir að maður ók bifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi, að því er þýski miðillinn Spiegel greinir frá.
Að minnsta kosti fimm hafa látið lífið eftir að maður ók bifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi, að því er þýski miðillinn Spiegel greinir frá.
Að minnsta kosti fimm hafa látið lífið eftir að maður ók bifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi, að því er þýski miðillinn Spiegel greinir frá.
Eitt af fórnarlömbum árásarinnar var barn. Talið er að 68 manns hafi slasast og þar af 15 alvarlega.
Árásarmaðurinn heitir Taleb A. og var hann handtekinn á staðnum. Að sögn Spiegel er Taleb geðlæknir frá Sádí Arabíu og er 50 ára að aldri.
Utanríkisráðuneyti Sádí Arabíu hefur fordæmt árásina á samfélagsmiðlinum X.
Segir þar að ríkið ítreki stöðu sína gegn ofbeldi og votti aðstandendum samúð sína og óski þess að hinir slösuðu nái skjótum bata.