„Ef rjúpan er veidd þá er allt í toppstandi“

Jóla jóla ... | 22. desember 2024

„Ef rjúpan er veidd þá er allt í toppstandi“

Kristinn Bjarni Waagfjörð er pípulagninga- og hestamaður sem búsettur er á Selfossi.
Hann er svokallað jólabarn, en hann á afmæli á aðfangadag. Kristinn segir rjúpuna ómissandi hluta jólanna og reynir hann að komast á veiðar ár hvert. Hann hefur engar sérstakar hugmyndir um jólagjöf aðra en þá að slaka vel á með fólkinu sem honum þykir vænst um, það sé besta gjöfin.

„Ef rjúpan er veidd þá er allt í toppstandi“

Jóla jóla ... | 22. desember 2024

Á fjöllum, ýmist í svissnesku Ölpunum eða á rjúpu hérlendis. …
Á fjöllum, ýmist í svissnesku Ölpunum eða á rjúpu hérlendis. Hann kemst þó ekki alltaf á rjúpu vegna anna, en nái hann að veiða sjálfur verður allt „í toppstandi“. Ljósmynd/Aðsend

Krist­inn Bjarni Waag­fjörð er pípu­lagn­inga- og hestamaður sem bú­sett­ur er á Sel­fossi.
Hann er svo­kallað jóla­barn, en hann á af­mæli á aðfanga­dag. Krist­inn seg­ir rjúp­una ómiss­andi hluta jól­anna og reyn­ir hann að kom­ast á veiðar ár hvert. Hann hef­ur eng­ar sér­stak­ar hug­mynd­ir um jóla­gjöf aðra en þá að slaka vel á með fólk­inu sem hon­um þykir vænst um, það sé besta gjöf­in.

Krist­inn Bjarni Waag­fjörð er pípu­lagn­inga- og hestamaður sem bú­sett­ur er á Sel­fossi.
Hann er svo­kallað jóla­barn, en hann á af­mæli á aðfanga­dag. Krist­inn seg­ir rjúp­una ómiss­andi hluta jól­anna og reyn­ir hann að kom­ast á veiðar ár hvert. Hann hef­ur eng­ar sér­stak­ar hug­mynd­ir um jóla­gjöf aðra en þá að slaka vel á með fólk­inu sem hon­um þykir vænst um, það sé besta gjöf­in.

Krist­inn er með ann­an fót­inn á hesta­búg­arði í Sviss hjá kær­ustu sinni, Flur­inu. Hann er stadd­ur í vinn­unni, ný­stig­inn upp úr flensu, þegar blaðamaður nær af hon­um tali.

Spurður út í jóla­hefðir seg­ir hann eitt ómiss­andi á jól­un­um, fyr­ir utan sam­veru­stund­ir með sín­um nán­ustu, og það sé rjúp­an. „Síðan ég var pjakk­ur hef­ur mér þótt rjúp­an ómiss­andi hluti jól­anna,“ seg­ir Krist­inn og bæt­ir því við að hann verði helst að veiða þær sjálf­ur.

„Þá er allt í topp­st­andi.“

Það gangi þó ekki alltaf upp og í þau skipti sem hann hafi misst af veiði eða ekki fengið neitt hafi hann sætt sig við ann­an mat. En hann reyni að kom­ast á rjúpu ef hann mögu­lega geti.

Krist­inn eld­ar rjúp­urn­ar á nýja mát­ann, létt­steik­ir bring­urn­ar og set­ur þær svo í ofn. „Hitt fer í sós­una.“ Meðlætið er af ýms­um toga en hann nefn­ir helst jóla­sal­atið með epl­um, káli, blönduðum ávöxt­um og rjóma.

Það er frelsi að geta hoppað á bak og riðið …
Það er frelsi að geta hoppað á bak og riðið úti í guðsgrænni nátt­úru. Krist­inn ver jól­un­um með Flur­inu á hesta­búg­arði í Sviss. Ljós­mynd/​Aðsend

Sviss­nesku Alp­arn­ir þessi jól

Krist­inn á þrjú börn úr fyrri sam­bönd­um, Andr­eu Ósk 21 árs og Emil Goða 16 ára, sem einnig eru bú­sett á Sel­fossi, og Ísar Dreka, átta ára, en hann býr í Nor­egi með móður sinni.

Þetta árið verða börn­in ekki hjá hon­um um jól­in og seg­ir hann all­an gang vera á því hvernig hátíðunum sé háttað. Hins veg­ar er hann á leiðinni til Sviss á jóla­dag og ætl­ar að verja þar jól­um og ára­mót­um með Flur­inu.

Spurður út í fjar­sam­bandið seg­ist Krist­inn hafa verið að dæma á sviss­neska meist­ara­mót­inu á síðasta ári og hitt þar Flur­inu, sem sjálf er mik­il hesta­kona. Síðar sama ár hitti hann hana aft­ur á heims­meist­ara­móti hesta­manna í Hollandi og þá tók ást­in yfir. Flur­ina er sviss­nesk og er með búg­arð í Ölp­un­um, við bæ­inn Flims, í aust­ur­hluta Sviss.

Kristinn hefur dæmt fjöldann allan af hestamótum, m.a. tvö heimsmeistaramót …
Krist­inn hef­ur dæmt fjöld­ann all­an af hesta­mót­um, m.a. tvö heims­meist­ara­mót er­lend­is. Ljós­mynd/​Aðsend

Hesta­mennska frá ferm­ing­ar­aldri

Krist­inn er frá Blönduósi norður í Húna­byggð, bæn­um við ósa Blöndu, en seg­ist hafa al­ist upp víða um landið. Hann er mik­ill hestamaður og lýs­ir sjálf­um sér sem hesta­sjúk­um þegar hann var barn og hafi margsinn­is prófað að fara á bak. Það var þó ekki fyrr en við ferm­ingu sem hann byrjaði fyr­ir al­vöru í hesta­mennsku, sem er fyr­ir hon­um miklu meira en áhuga­mál.

„Þetta er miklu frek­ar lífs­stíll.“

Hann á nokkra hesta sjálf­ur sem hann er með á Sel­fossi. Hann hef­ur ekki keppt í nokk­ur ár en seg­ir þó ekki úti­lokað að það verði af því á kom­andi árum. Hann var bú­sett­ur í Nor­egi milli ár­anna 2014 og 2019. „Þar vann ég við hesta­mennsku. Var að þjálfa, kenna og dæma.“

Krist­inn hef­ur dæmt á ótal mót­um, m.a. á tveim­ur heims­meist­ara­mót­um; í Dan­mörku árið 2015 og svo á heims­meist­ara­mót­inu í Hollandi á síðasta ári, sem breytti aðeins til­ver­unni hjá hon­um.

Kristinn og Flurina eiga hestamennskuna sameiginlega.
Krist­inn og Flur­ina eiga hesta­mennsk­una sam­eig­in­lega. Ljós­mynd/​Aðsend

„Til ham­ingju með af­mælið líka, vin­ur“

Jól­in hjá Kristni eru ef­laust ólík jól­um flestra, þar sem hann á af­mæli á aðfanga­dag. „Ég er að verða 52 ára um jól­in þótt mér líði nú eins og ég sé yngri. Mér finnst skrýtið að nefna þessa tölu,“ seg­ir hann létt­ur í bragði.

Þegar hann rifjar upp æsk­una seg­ir hann fyrst hafa verið haldið form­lega upp á af­mælið hans þegar hann var 14 ára gam­all og var veisl­an þá í mars.

Spurður um fyr­ir­komu­lagið í kring­um af­mæli og jól seg­ist Krist­inn alltaf hafa fengið tvær gjaf­ir frá móður sinni og ömmu, aðrir hafi gefið eina gjöf, jóla­gjöf, og kastað á hann af­mæliskveðju í leiðinni.

Jóla­haldið hef­ur eng­an sér­stak­an glamúr­blæ í aug­um Krist­ins en hann seg­ist þó hafa haft gam­an af jól­un­um þegar börn­in voru lít­il. Þá hafi hann upp­lifað gleðina og til­hlökk­un­ina í gegn­um litlu hjört­un.

Og þá er það spurn­ing­in sem brenn­ur á blaðamanni. Hvað lang­ar þig í í jóla­gjöf? „Þessi er auðvitað göm­ul og klass­ísk,“ seg­ir hann. „Ég veit aldrei hvað mig lang­ar í, annað en frið, ró og sam­veru. Það er allt og sumt. Á meðan all­ir geta verið slak­ir sam­an og haft það gott og líður vel þá er það æðis­legt.“

Kristinn ásamt börnunum sínum Andreu Ósk, Emil Goða og Ísari …
Krist­inn ásamt börn­un­um sín­um Andr­eu Ósk, Emil Goða og Ísari Dreka. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is