Lyklaskipti í ráðuneytunum

Alþingiskosningar 2024 | 22. desember 2024

Lyklaskipti í ráðuneytunum

Ráðherrar starfsstjórnarinnar munu formlega færa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar lyklana að viðeigandi ráðuneytum í dag.

Lyklaskipti í ráðuneytunum

Alþingiskosningar 2024 | 22. desember 2024

Fráfarandi starfsstjórn og ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundum forseta Íslands, Höllu …
Fráfarandi starfsstjórn og ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í gær. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Ráðherrar starfsstjórnarinnar munu formlega færa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar lyklana að viðeigandi ráðuneytum í dag.

Ráðherrar starfsstjórnarinnar munu formlega færa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar lyklana að viðeigandi ráðuneytum í dag.

Fyrstu lyklaskiptin verða klukkan 13 í Stjórnarráðinu þegar Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, tekur við forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni.

Í kjölfarið tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, við utanríkisráðuneytinu og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, við félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem verður breytt í félags- og húsnæðismálaráðuneyti.

Lyklaskiptin verða síðan koll af kolli fram til klukkan 16.35 í menningar- og viðskiptaráðuneytinu þegar síðustu skiptin verða.

Fjórir frá Samfylkingu og Viðreisn en þrír frá Flokki fólksins

Ásamt Kristrúnu verða þrír aðrir ráðherrar úr röðum Samfylkingarinnar.

Þetta eru Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, Logi Már Ein­ars­son, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra og Alma Möller heil­brigðisráðherra.

Í heildina verða fjórir ráðherrar frá Viðreisn með Þorgerði Katrínu. Ásamt henni verða Daði Már Kristó­fers­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra.

Líkt og áður sagði verður Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Tveir aðrir ráðherrar verða frá Flokki fólksins, en það eru Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir mennta- og barna­málaráðherra.

mbl.is