„Tíminn með fjölskyldunni er ennþá mikilvægari fyrir mig núna“

Jóla jóla ... | 22. desember 2024

„Tíminn með fjölskyldunni er ennþá mikilvægari fyrir mig núna“

Áslaug Magnúsdóttir er lærður lögfræðingur og viðskiptafræðingur. Hún er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum Sacha Tueni og syninum Ocean Thor. Áslaug hefur verið áberandi allt frá því hún stofnaði tískuvefsíðuna Moda Operandi árið 2010. Fyrir fáeinum árum stofnaði hún svo fatalínuna Kötlu sem leggur áherslu á sjálfbærni í tísku. Í öllu amstrinu sem fylgir viðskiptalífinu metur Áslaug fjölskylduna mest af öllu. Jólin eru henni afar mikilvæg og sá tími sem hún finnur hvað mesta þörf fyrir samveruna með fólkinu sínu.

„Tíminn með fjölskyldunni er ennþá mikilvægari fyrir mig núna“

Jóla jóla ... | 22. desember 2024

Áslaug Magnúsdóttir er ennþá mjög mikið jólabarn.
Áslaug Magnúsdóttir er ennþá mjög mikið jólabarn. Ljósmynd/Kári Sverriss

Áslaug Magnús­dótt­ir er lærður lög­fræðing­ur og viðskipta­fræðing­ur. Hún er bú­sett í Banda­ríkj­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Sacha Tu­eni og syn­in­um Oce­an Thor. Áslaug hef­ur verið áber­andi allt frá því hún stofnaði tísku­vefsíðuna Moda Oper­andi árið 2010. Fyr­ir fá­ein­um árum stofnaði hún svo fatalín­una Kötlu sem legg­ur áherslu á sjálf­bærni í tísku. Í öllu amstr­inu sem fylg­ir viðskipta­líf­inu met­ur Áslaug fjöl­skyld­una mest af öllu. Jól­in eru henni afar mik­il­væg og sá tími sem hún finn­ur hvað mesta þörf fyr­ir sam­ver­una með fólk­inu sínu.

Áslaug Magnús­dótt­ir er lærður lög­fræðing­ur og viðskipta­fræðing­ur. Hún er bú­sett í Banda­ríkj­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Sacha Tu­eni og syn­in­um Oce­an Thor. Áslaug hef­ur verið áber­andi allt frá því hún stofnaði tísku­vefsíðuna Moda Oper­andi árið 2010. Fyr­ir fá­ein­um árum stofnaði hún svo fatalín­una Kötlu sem legg­ur áherslu á sjálf­bærni í tísku. Í öllu amstr­inu sem fylg­ir viðskipta­líf­inu met­ur Áslaug fjöl­skyld­una mest af öllu. Jól­in eru henni afar mik­il­væg og sá tími sem hún finn­ur hvað mesta þörf fyr­ir sam­ver­una með fólk­inu sínu.

„Ég er al­veg jafn mikið jóla­barn og ég var sem lít­il stelpa,“ seg­ir Áslaug. Þegar hún var barn þóttu henni all­ar jóla­hefðir á heim­il­inu nota­leg­ar og skemmti­leg­ar. „Til dæm­is bakst­ur­inn og að skreyta pip­ar­kök­ur, kaupa og skreyta jóla­tréð, setja skó í glugg­ann, hlusta á tónlist, spila borðspil og opna pakk­ana.“

Áslaug er gift Sacha Tu­eni og sam­an eiga þau son­inn Oce­an Thor, sem er tveggja og hálfs árs. Son­ur Áslaug­ar úr fyrra hjóna­bandi er Gunn­ar Ágúst Thorodd­sen, 31 árs. Hann og kon­an hans Mar­lena eiga tæp­lega þriggja ára dreng, barna­barnið henn­ar Áslaug­ar, Óli­ver Gunn­ar.

Áslaug og Sacha hitt­ust fyrst á Íslandi sum­arið 2018. Þá var hún stödd hér­lend­is að skipu­leggja tækni­ráðstefnu í Hörpu. Þau áttu sam­eig­in­lega vini sem stóðu að ráðstefn­unni og Sacha var einn af ráðstefnu­gest­un­um. Á þeim tíma bjó Áslaug í New York en hann í San Francisco svo þau hitt­ust ekki aft­ur fyrr en nokkr­um mánuðum seinna, eða í nóv­em­ber sama ár, í sigl­ingu í Karíbahaf­inu með þess­um sömu vin­um.

Amor knúði á dyr hjá þeim Áslaugu og Sacha og seg­ir hún þau varla hafa verið í sund­ur nema nokkra daga í einu.

Hér er Áslaug með sínum allra bestu á Háteigsveginum.
Hér er Áslaug með sín­um allra bestu á Há­teigs­veg­in­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Hér er setið til borða á heimili Áslaugar á Íslandi.
Hér er setið til borða á heim­ili Áslaug­ar á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Rík­ar jóla­hefðir

Sacha ólst upp í Vín­ar­borg og á enn fjöl­skyldu þar, en Áslaug er ís­lensk og ólst að hluta upp er­lend­is. Aðspurð um hefðir inn­an fjöl­skyld­unn­ar seg­ir hún að þeim sé blandað sam­an á skemmti­leg­an máta.

Áslaug held­ur fast í jóla­hefðir sinn­ar fjöl­skyldu, t.d. hvað varðar hátíðarmat­inn. Hins veg­ar hef­ur aðal­rétt­ur­inn breyst þar sem hún og móðir henn­ar hættu að borða kjöt fyr­ir nokkr­um árum. „Við erum alltaf með möndl­ugraut í for­rétt á aðfanga­dag og möndlu­verðlaun,en möndlu­verðlaun­in eru alla jafna skemmti­legt borðspil sem fjöl­skyld­an nýt­ur að spila sam­an um jól­in. Eft­ir­rétt­ur­inn er alltaf heima­til­búna súkkulaðimús­in henn­ar mömmu með rjóma eða vanilluís.“

Eft­ir mat­inn eru pakk­arn­ir opnaðir og yngsta læsa barnið sér um að lesa á pakk­ana og út­deila þeim. „Svo er alltaf passað upp á að hund­arn­ir fái líka pakka.“

Hún seg­ir eina skemmti­leg­ustu jóla­hefðina úr fjöl­skyldu Sacha vera þá að fara á jóla­markað í Vín­ar­borg fyr­ir hátíðarn­ar en að því miður hafi þau ekki náð að gera það mjög oft. Þau von­ist þó til að fara oft­ar til Vín­ar þegar son­ur­inn Oce­an Thor verði aðeins eldri.

„Svo eru Aust­ur­rík­is­menn auðvitað fræg­ir fyr­ir sæt­ind­in og eru bæði Sacher-kaka og Moz­art-kúl­ur ómiss­andi hluti af jóla­hátíðinni okk­ar.“

Jóla­hefðirn­ar eru rík­ar en þó er ein sem stend­ur upp úr og það er sam­ver­an, einn af hápunkt­um jóla­hátíðar­inn­ar í huga Áslaug­ar.

Áslaug er hér ásamt manninum sínum, foreldrum og sonum á …
Áslaug er hér ásamt mann­in­um sín­um, for­eldr­um og son­um á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Jóla­gjöf­in varð besti vin­ur­inn

Áslaug hef­ur lengst af starfað í tísku­heim­in­um, en hún stofnaði árið 2010 tísku­vefsíðuna Moda Oper­andi sem sel­ur merkja­vöru á borð við Valent­ino og Prada. Fyr­ir nokkr­um árum stofnaði hún svo fatalín­una Kötlu sem ein­blín­ir á sjálf­bærni í tísku.

Í svo stór­um verk­efn­um, sem eig­in fyr­ir­tækja­rekst­ur er, verður þeim mun mik­il­væg­ara að finna jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs. Hún seg­ist því ávallt reyna að taka frí nokkr­um dög­um fyr­ir jól og fram yfir ára­mót.

„Tím­inn með fjöl­skyld­unni er mik­il­væg­ari fyr­ir mig núna en nokkru sinni fyrr. Í ár hlakka ég sér­stak­lega til að fá að upp­lifa jól­in í gegn­um litlu dreng­ina Oce­an Thor, Óli­ver og frænda þeirra Óðin, sem er son­ur bróður míns.“

Þrátt fyr­ir að vera frum­kvöðull á sviði viðskipta og tísku er eft­ir­minni­leg­asta jóla­gjöf Áslaug­ar ekki merkja­vara held­ur allt annað.

„Ég verð eig­in­lega að fá að nefna tvær eft­ir­minni­leg­ar jóla­gjaf­ir. Sú fyrri var Kol­ur litli sem var svart­ur labra­dor­hund­ur. For­eldr­ar mín­ir gáfu mér hann í jóla­gjöf þegar ég var sirka átta ára og við bjugg­um í Banda­ríkj­un­um. Hann varð að sjálf­sögðu besti vin­ur minn.“

Frændurnir Ocean Thor og Óliver Gunnar.
Frænd­urn­ir Oce­an Thor og Óli­ver Gunn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferðalagið sem breytti líf­inu

Þá nefn­ir Áslaug seinni gjöf­ina sem er henni svo eft­ir­minni­leg. Þau Sacha gáfu hvort öðru Taí­lands­ferð jól­in 2018. Eft­ir ára­mót­in fóru þau sam­an í þessa æv­in­týra­legu ferð.

„Í lok ferðar­inn­ar skellt­um við okk­ur í nudd sem boðið var upp á í flug­stöðvar­bygg­ing­unni. Þegar við vor­um að kveðja sagði nudd­kon­an við okk­ur að við ætt­um að eiga barn sam­an, það yrði fal­legt barn.“

Áslaug var þarna orðin 51 árs og seg­ist hafa verið búin að gefa upp von­ina um að eign­ast annað barn.

„En nudd­kon­an í Taílandi kom þess­ari hug­mynd í koll­inn á okk­ur báðum. Ég fór að rann­saka og leita leiða og bar það loks þann ár­ang­ur að Oce­an Thor fædd­ist þrem­ur árum seinna eða í maí 2022.“

Hér er eldri sonur Áslaugar, Gunnar Ágúst Thoroddsen, með son …
Hér er eldri son­ur Áslaug­ar, Gunn­ar Ágúst Thorodd­sen, með son sinn Óli­ver Gunn­ar og litla bróður sinn Oce­an Thor. Ljós­mynd/​Aðsend

Kem­ur alltaf „heim“ um jól­in

Áslaug er bú­sett í Banda­ríkj­un­um, ásamt fjöl­skyldu sinni. Í aðdrag­anda jóla hafa þau sér­stak­lega gam­an af að skreyta og setja upp mikið af ljós­um. Hún seg­ir jóla­stemn­ing­una einnig fel­ast í smá­köku­bakstr­in­um og að bera fram skál­ar af kon­fekti eða manda­rín­um.

„Jóla­daga­töl verða ör­ugg­lega fljót­lega aft­ur vin­sæl þegar Oce­an Thor verður aðeins eldri.“

Áslaug hefur gert það gott í heimi tísku og viðskipta.
Áslaug hef­ur gert það gott í heimi tísku og viðskipta. Ljós­mynd/​Kári Sverriss

Áslaug læt­ur fjar­lægðina ekki stöðva sig og hef­ur fjöl­skyld­an nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust komið heim til Íslands yfir jól og ára­mót. Henni hef­ur alltaf þótt mik­il­vægt að geta tekið þátt í ár­legu boðunum og vera heima á þess­um tíma þegar hún veit að flest­ir fjöl­skyldumeðlim­ir og vin­ir eru á staðnum.

„Á Íslandi er það orðin hefð að hitta nokkra af bestu vin­un­um á Þor­láks­messu­kvöld eft­ir að við erum búin að skreyta og pakka. Við hitt­umst þá yf­ir­leitt á huggu­leg­um stað niðri í bæ og fáum okk­ur kampa­vín til að halda upp á hátíðirn­ar.“ Sam­veru­stund­ir sem minna hana óneit­an­lega á þegar hún bjó í New York og fór ásamt vin­um niður í Rocke­fell­er Center fyr­ir jól­in að ná mynd­um fyr­ir fram­an stóra jóla­tréð.

„Best er ef ég get verið í fríi all­an tím­ann sem ég er á Íslandi yfir hátíðarn­ar. Það geng­ur ekki alltaf hundrað pró­sent, stund­um þarf ég að taka ein­hverja síma­fundi inn á milli. En það tekst yf­ir­leitt að mestu,“ seg­ir hún að lok­um.

mbl.is