Brynja Bjarnadóttir er mikil baksturkona og dúllari að eigin sögn en hún man ekki eftir sér öðruvísi en að búa eitthvað til og dunda sér við að föndra. Menntun hennar á fátt skyld við baksturinn en hún kláraði BS í verkfræði árið 2019 og vann mest við Excel-skjöl á daginn.
Brynja Bjarnadóttir er mikil baksturkona og dúllari að eigin sögn en hún man ekki eftir sér öðruvísi en að búa eitthvað til og dunda sér við að föndra. Menntun hennar á fátt skyld við baksturinn en hún kláraði BS í verkfræði árið 2019 og vann mest við Excel-skjöl á daginn.
Brynja Bjarnadóttir er mikil baksturkona og dúllari að eigin sögn en hún man ekki eftir sér öðruvísi en að búa eitthvað til og dunda sér við að föndra. Menntun hennar á fátt skyld við baksturinn en hún kláraði BS í verkfræði árið 2019 og vann mest við Excel-skjöl á daginn.
Árið 2022 ákvað Brynja að breyta til og flutti til Parísar til að læra UX/UI Design sem er, fyrir þá sem ekki þekkja, nám í hönnun á smáforritum. „Það má segja að þetta nám hafi verið aðeins meira skylt bakstrinum en verkfræðinni því að þarna var ég að vinna innan ákveðins ramma en á sama tíma fær sköpunargleðin mín útrás rétt eins og í bakstrinum. Nema þá á ég ekki allt uppvaskið og fráganginn eftir þegar hönnuninni er lokið,“ segir Brynja.
Hún segist hafa verið dugleg við bakstur um langa hríð. „Það sem mér finnst svo ágætt við baksturinn er að maður bakar fyrir ákveðna viðburði eins og afmæli, brúðkaup, skírn eða bara þegar stelpurnar koma í kaffi, síðan er kakan borðuð og ég sit ekki uppi með föndur eftir sjálfa mig sem ég tími ekki að henda,“ segir hún og hlær. „Í dag er baksturinn meira áhugamál sem vinkonur mínar njóta góðs af en ég sýni oft frá því þegar ég baka á Instagram-síðunni minni, @brynjabjarna. Mér hefur samt alltaf fundist skemmtilegra að skreyta kökurnar en að baka þær.“
Jólin eru Brynju kær og hún segist vera mikið jólabarn. „Ég elska jólin en það er allt mömmu minni að þakka. Hún lagði mikið upp úr jólaföndri sem ég var mjög hugfangin af þegar ég var yngri, við skreyttum líka mikið heima fyrir hver jól. Mamma hengir því miður enn upp allt forljóta jólaskrautið sem ég föndraði þegar ég var lítil,“ bætir hún kímin við. „Það má því segja að mamma sé jólin fyrir mér. Ég minnist ekki þessa umtalaða jólastress heldur komu jólin bara þegar við vorum tilbúin og þau snerust bara um að njóta þess að fjölskyldan væri saman.“
Aðfangadagur er í miklu uppáhaldi og jólin koma í hádeginu á hennar heimili. „Þá erum við með sænska jólaskinku og síld. Fjölskyldumeðlimir og vinir koma til okkar og við borðum saman. Um kvöldið er síðan lambalæri, segja má að jólin okkar séu töluvert smituð af því að afi minn og amma bjuggu lengi í Svíþjóð og þar af leiðandi var það draumurinn að fá íslenskt lambalæri á jólunum. Þótt þau séu ekki lengur með okkur á jólunum hef ég aldrei borðað neitt annað á aðfangadag og get ekki hugsað mér að breyta því núna. Það er síðan alltaf sherrí-trifle í eftirrétt sem mér finnst hrikalega vont en því má alls ekki breyta svo ég hef aldrei borðað eftirrétt á aðfangadag, áhugabakarinn sjálfur.“ Þrátt fyrir bakstursáhugann segist Brynja ekki endilega baka mikið í desember en oft bakar hún lakkrístoppa á milli jóla og nýárs bara fyrir sig og þá nánustu til að njóta.
Fyrstu 18 ár ævinnar hélt Brynja jólin með foreldrum sínum og afa. „Við vorum með ris à l’amande eins og margir í forrétt á jólunum og að sjálfsögðu möndlu. Ég vann undantekningarlaust möndluna fyrstu 10 árin og var alltaf jafn hissa að það væri PEZ-kall í verðlaun eða álíka barnadót því hvað jú ef afi hefði unnið? Það var ekki fyrr en ég tapaði í fyrsta sinn sem ég lagði saman tvo og tvo en í minningunni var þetta æði,“ segir hún.
Þegar hún er spurð hvort hún leggi mikið upp úr nýjum jólafötum segir hún svo ekki vera. „Það er alltaf mjög fámennt en góðmennt hjá okkur yfir jólahátíðina og eins mikið og ég elska fjölskyldumeðlimi mína hef ég sjaldan tímt að eyða miklu í ný jólaföt sem í raun fáir sjá. Ég vil heldur spara og verja peningnum í flott áramótadress sem fleiri fá þá að njóta. Ég hef klæðst sama kjól í þrjú ár í röð og enginn tekið eftir því,“ segir hún og hlær.
Brynja er ekki með langan óskalista fyrir jólin. Hún segist gjarnan kaupa eina gjöf handa sjálfri sér á móti hverri gjöf sem hún gefur. „Mér finnst eitthvað fallegt við það að gefa hvert öðru gjafir, að taka tíma til að velja gjöf sem gæti glatt einhvern sem þér þykir vænt um er svo fallegt. Uppáhaldsgjöfin mín er þó alltaf frá bestu vinkonu minni en það er í raun ekki gjöfin sjálf heldur kortið sem fylgir en við byrjuðum á því fyrir 20 árum að fara yfir árið okkar saman í gegnum jólakortið. Þessi hefð okkar hefur undið upp á sig og við leggjum núorðið meira í kortið og minna í gjöfina sjálfa. Þess vegna er ég alltaf mjög spennt að lesa þetta kort og skoða myndirnar sem því fylgja.“
Kyrrðin á jólunum finnst Brynju vera best. „Þessi afsökun sem maður hefur um að gera ekkert á jóladag nema vera heima með fjölskyldunni að púsla á náttfötunum finnst mér frábær. Ég færi mig og köttinn minn á milli póstnúmera bara til að geta vaknað á jóladag hjá mömmu. Mér finnst síðan gaman að fara í jólaboð til minna nánustu, borða góðan mat og njóta nærveru hvert annars,“ segir Brynja og bætir við að það erfiðasta við jólin sé söknuður. „Pabbi minn lést árið 2017 og afi fór svo árið 2019. Þeirra nærvera var alltaf mjög stór partur af hátíðinni. Í dag tölum við þó mikið um þá á jólunum, segjum sömu brandarana og afi sagði á hverju ári, hlustum á tónlistina sem þeir spiluðu alltaf og skálum fyrir þeim.“
Að lokum segir hún að það sé eitt sem pirri sig aðeins í kringum jólin. „Það sem ég væri helst til í að sleppa er allt þetta áreiti um hvernig á að passa sig að borða minna eða hvernig maður geti losnað við jólaspikið í janúar. Jólin eru einungis nokkrir dagar á ári þar sem samverustundir með fjölskyldunni eru aðalatriðið og hvað með það þótt þú borðir aðeins of mikið af smákökum? Það ætti enginn að hafa samviskubit yfir jólaátinu.“ Með þessum orðum deilir Brynja með okkur uppskrift sem hún var að þróa og baka. „Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt, mér finnst það spennandi. Þessi uppskrift kom sérlega vel út og ég get sannarlega mælt með þessum kökum fyrir þessi jól.“
„Ég á enga hefðbundna jólasmákökuuppskrift sem ég held sérstaklega upp á. Hins vegar elska ég þessar hefðbundu „amerísku“ smákökur en til þess að gera þær jólalegar sorteraði ég M&M-ið og notaði bara þessi rauðu og grænu.“
M&M-smákökur
U.þ.b. 16 smákökur
Aðferð: