„Lífið er alveg lífshættulegt“

Bókaland | 23. desember 2024

„Lífið er alveg lífshættulegt“

Rán Flygenring, teiknari og rithöfundur, beinir sjónum sínum að nærumhverfi okkar í nýjustu bók sinni sem ber heitið Tjörnin.

„Lífið er alveg lífshættulegt“

Bókaland | 23. desember 2024

Tjörnin Rán Flygenring teiknar og skrifar um allt lífið sem …
Tjörnin Rán Flygenring teiknar og skrifar um allt lífið sem hverfist um tjörnina í bakgarðinum sem og hætturnar. Morgunblaðið/Eggert

Rán Flygenring, teikn­ari og rit­höf­und­ur, bein­ir sjón­um sín­um að nærum­hverfi okk­ar í nýj­ustu bók sinni sem ber heitið Tjörn­in.

Rán Flygenring, teikn­ari og rit­höf­und­ur, bein­ir sjón­um sín­um að nærum­hverfi okk­ar í nýj­ustu bók sinni sem ber heitið Tjörn­in.

Byggð á sönn­um at­b­urðum

Tjörn­in fjall­ar um tvö börn sem finna tjarn­ar­botn í garðinum sín­um. Bók­in er byggð á sönn­um at­b­urðum, en fyr­ir rúmu ári flutti ég inn í nýja íbúð og í garðinum var dæld sem okk­ur var sagt að hefði verið tjörn fyr­ir margt löngu. Við þessa upp­götv­un kom auðvitað ekk­ert annað til greina en að gera dæld­ina að tjörn á nýj­an leik. Um leið og tjörn­in var til­bú­in kom það mér á óvart hversu mikið líf þessi litli poll­ur laðaði að sér. Á auga­bragði flykkt­ust all­ir kett­ir hverf­is­ins að tjörn­inni til að fá sér að drekka, ánamaðkar birt­ust unn­vörp­um og fugl­ar af öll­um teg­und­um mættu til að baða sig. Tjörn­in var ekki síður vin­sæl meðal íbúa og ná­granna. Mér fannst þetta svo magnað og fylgd­ist grannt með þessu líf­lega vatns­bóli úr eld­hús­glugg­an­um,“ seg­ir Rán.

Líf Teikning úr nýjustu bók Ránar, sem tekur á mörgum …
Líf Teikn­ing úr nýj­ustu bók Rán­ar, sem tek­ur á mörg­um spurn­ing­um. Teikn­ing/​Rán Flygenring

At­huga­semd sneri öllu á hvolf

„Fljót­lega fór­um við að hafa áhyggj­ur af því að tjörn­in yrði útung­un­ar­stöð fyr­ir mý­flug­ur. Ég fór að lesa mér til um pump­ur og gos­brunna sem gára yf­ir­borðið, og álpaðist í kjöl­farið inn í garðyrkju­grúppu á Face­book til að leita ráða hjá öðrum tjarn­ar­höf­um. Þar fékk ég ótal góð ráð og það myndaðist mjög já­kvæð og skemmti­leg stemn­ing í þræðinum. En svo kom ein at­huga­semd frá konu sem sneri öllu á hvolf. Hún vildi minna á að tjarn­ir eru jú stór­hættu­leg­ar, þær þarf að girða af og loka því það þarf ekki djúp­an poll til að barn geti drukknað. Þessi at­huga­semd fékk tölu­vert á mig, enda hafði ég fylgst með öllu líf­inu sem tjörn­in fram­kallaði, en allt í einu var dauðinn mætt­ur og kastaði skugga á þessa róm­an­tísku tjarn­ar­mynd mína. Allt í einu vaknaði ég á morgn­ana hálfpart­inn viðbúin því að ein­hver lægi ör­end­ur í tjörn­inni. Þetta varð sem sagt kveikj­an að bók­inni. Lífið er al­veg lífs­hættu­legt.“

Viðtalið birt­ist fyrst í Bóka­blaði Morg­un­blaðsins, sem kom út 29. nóv­em­ber, en þar má finna viðtalið í heild.

mbl.is