Það var líf og fjör í varðskipinu Þór á vetrarsólstöðum þegar haldin voru árleg litlujól og jólabingó. Safnaði áhöfnin 155 þúsund krónum sem veittar verða Barnaspítala Hringsins.
Það var líf og fjör í varðskipinu Þór á vetrarsólstöðum þegar haldin voru árleg litlujól og jólabingó. Safnaði áhöfnin 155 þúsund krónum sem veittar verða Barnaspítala Hringsins.
Það var líf og fjör í varðskipinu Þór á vetrarsólstöðum þegar haldin voru árleg litlujól og jólabingó. Safnaði áhöfnin 155 þúsund krónum sem veittar verða Barnaspítala Hringsins.
Fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar að hátíðarhöld hafi byrjað á skötu og saltfisk í hádeginu eins gert hefur verið allt frá árinu 1926, en að loknum hádegisverði hafi jólandinn hafi tekið völdin.
„Þegar líða fór að kveldi, klæddi áhöfnin sig upp í betri fötin og mætti til kvöldverðar þar sem kvartett sveit varðskipsins „Vitringarnir fjórir“ spiluðu og sungu nokkur vel valin jólalög áður en áhöfnin gæddi sér á dýrindis jólakræsingum sem brytinn hafði töfrað fram,“ segir í færslunni.
Um klukkan átta hófst síðan hið árlega jólabingó þar sem áhöfnin mætti í jólapeysum og lét jólasveinninn sig ekki vanta.
„Spilaðar voru 44 umferðir og voru veglegir vinningar voru í boði, sem okkur bárust frá 25 fyrirtæki úr ýmsum áttum. Við kunnum velunnurum okkar og fyrirtækjum sem lögðu okkur til þessa glæsilegu vinninga, hinar bestu þakkir fyrir.“
Vildi áhöfnin láta gott fa sér leiða og segir í færslunni að hver og einn í áhöfninni hafi keypt bingó spjöld. Við það söfnuðust 155.000 krónur og rann ágóðinn óskertur til Barnaspítala Hringsins.
„Áhöfnin á varðskipinu Þór þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða og sendir landsmönnum öllum, fjölskyldum, samstarfsfélögum og vinum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári,“ segir í færslunni.
Áhöfnin á Þór verður á bakvakt yfir jól og áramót.