Góð hjónabönd eru gullsígildi. Lesendur Oprahdaily.com gáfu á dögunum sín bestu sambandsráð og má lesa brot af þeim hér að neðan.
Góð hjónabönd eru gullsígildi. Lesendur Oprahdaily.com gáfu á dögunum sín bestu sambandsráð og má lesa brot af þeim hér að neðan.
- Mundu að þú ert ekki bara að giftast einni manneskju heldur ertu að stíga inn í heila fjölskyldu með ákveðna menningu sem getur verið erfitt að aðlagast.
- Þú verður að þekkja sjálfa þig. Hafðu eigin markmið í lífinu og sjálfstæðan fjárhag, jafnvel þegar allt er í himnalagi. Lífið er ferðalag og langanir okkar og væntingar breytast á leiðinni.
- Haldið áfram að vera sjálfstæðir einstaklingar og eigið ykkar áhugamál.
- Ykkar hjónaband er ólíkt annarra. Ekki gera samanburð.
- Í löngu sambandi getur enginn verið 100% þeir sjálfir. Sýnið hvort öðru tillitssemi og verið tilbúin til þess að gera breytingar. Ef makinn getur ekki breytt sér og þú getur sætt þig við hann eins og hann er, ekki þá reyna að breyta honum. Gerið málamiðlanir og fagnið hvort öðru eins og þið eruð.
- Stundum er sagt að maður eigi aldrei að fara reiður að sofa. Það er vitleysa. Oft magnast upp rifrildin ef maður er þreyttur. Betra er að taka á málunum úthvíldur.
- Ekki segja vinum þínum frá öllu sem ykkur fer á milli. Stundum talarðu illa um makann í hita leiksins en svo er allt gleymt og grafið stuttu síðar. Nema vinir muna allt.
- Verið vingjarnleg og sýnið samkennd þegar þið rífist. Ekki nota ljót orð eða grafa upp einhver gömul særindi eða eitthvað sem makinn deildi með ykkur í trúnaði.
- Ef þú ert ánægður í hjónabandinu í kringum 70% tímans, þá er það þess virði að halda í. Ekki gefast upp því þú heldur að það eigi alltaf að vera frábært.
- Makinn les ekki hugsanir. Ekki halda að þeir viti hvernig þér líði. Þú verður að segja þeim það og gott er að gefa sér tíma í að hugsa hvað maður vill segja þeim. Þannig verður þetta ekki að eldfimu máli.