Komnir með nóg af ferðamönnum í Barcelona

Borgarferðir | 25. desember 2024

Komnir með nóg af ferðamönnum í Barcelona

Í júní tilkynnti borgarstjórnin í Barcelona aðgerðir til að sporna gegn skammtímaleigu á húsnæði til ferðamanna. Það var gert til að takast á við húsnæðiskreppu sem verið hefur í borginni í fjölda ára.

Komnir með nóg af ferðamönnum í Barcelona

Borgarferðir | 25. desember 2024

Fólk í ströndinni í Barcelona.
Fólk í ströndinni í Barcelona. Federico Giampieri/Unsplash

Í júní tilkynnti borgarstjórnin í Barcelona aðgerðir til að sporna gegn skammtímaleigu á húsnæði til ferðamanna. Það var gert til að takast á við húsnæðiskreppu sem verið hefur í borginni í fjölda ára.

Í júní tilkynnti borgarstjórnin í Barcelona aðgerðir til að sporna gegn skammtímaleigu á húsnæði til ferðamanna. Það var gert til að takast á við húsnæðiskreppu sem verið hefur í borginni í fjölda ára.

Deilur um fjölda ferðamanna náðu ákveðnu hámarki í spænsku borginni í júlí þegar fjöldi heimamanna flykktist á götur út og mótmælti með því að skipa ferðamönnum að fara heim og úða yfir þá vatni. Í kjölfarið fóru í gang svipuð mótmæli á Kanaríeyjum og Majorka. 

Tibidabo, Barcelona.
Tibidabo, Barcelona. Biel Morro/Unsplash

Á líðandi ári mátti sjá veggjakrot í Barcelona með skilaboðum á borð við: „Við hrækjum í bjórinn þinn – Skál!“ eða „Lúxusferðin þín – Mín daglega eymd.“

Barcelona laðar til sín um fimmtán milljónir ferðamanna ár hvert vegna menningar og lista, svo ekki sé minnst á eitt fremsta knattspyrnuliði heims. Má segja að 2024 hafi heimamenn fengið nóg og andspyrna gegn ferðamönnum hafi náð nýjum hæðum. Þótt þetta sé vissulega ekki eina borgin í Evrópu sem glímir við vandamálið, en einnig hefur borið á óánægju með of marga ferðamenn í borgum á Ítalíu og mörg skemmtiferðaskip standa nú frammi fyrir takmörkunum í fjölda hafna.

Isabella II-breiðgatan í Barcelona.
Isabella II-breiðgatan í Barcelona. Dennis van den Worm/Unsplash
Guell-garðurinn í Barcelona.
Guell-garðurinn í Barcelona. D Jonez/Unsplash

Dramatískar aðgerðir

Til að sporna gegn þessum fjölda ferðamanna hafa borgaryfirvöld í Barcelona hækkað ferðamannaskatta hratt; gjöld fyrir þrif, öryggi, innviði og aðra þjónustu. 

Önnur aðgerð borgaryfirvalda fólst í að fjarlægja strætisvagnaleiðir af kortum Google. Nýlega hafa yfirvöld í Barcelona og Katalóníu einnig íhugað að tvöfalda miðaverð á vinsæla ferðamannastaði eins og í Gaudí-garðinn, sem og að fjórfalda bílastæðagjöld fyrir rútur við Sangrada Família-kirkjuna.

Um 156.000 rútur keyra um borgina árlega en ætlunin er að fækka þeim í 70.000 árið 2025. Þá eru „klístraðar“ minjagripaverslanir einnig í nálarauganu, en slíkar verslanir eru taldar hafa neikvæð áhrif á borgarmyndina.

Þrátt fyrir þessar aðgerðir er ennþá lögð áhersla á að Barcelona bjóði ferðamenn áfram velkomna og að ákveðnu jafnvægi verði náð sem verndar lífsgæði íbúa og sjálfbærni borgarinnar. 

Casa Battló, Barcelona.
Casa Battló, Barcelona. Theodor Vasile/Unsplash
Margar strætóleiðir í Barcelona hafa verið fjarlægðar af Google.
Margar strætóleiðir í Barcelona hafa verið fjarlægðar af Google. Benjamin Voros/Unsplash

Euro News 

mbl.is