Mörgum finnst gott að kreista bólur eða fílapensla með þar til gerðum tækjum og tólum og geta jafnvel varið heilum klukkustundum í það verkefni. Sérfræðingar segja margar ástæður gætu legið að baki þessari áráttu. Þetta kemur fram í umfjöllun The Stylist Magazine.
Mörgum finnst gott að kreista bólur eða fílapensla með þar til gerðum tækjum og tólum og geta jafnvel varið heilum klukkustundum í það verkefni. Sérfræðingar segja margar ástæður gætu legið að baki þessari áráttu. Þetta kemur fram í umfjöllun The Stylist Magazine.
Mörgum finnst gott að kreista bólur eða fílapensla með þar til gerðum tækjum og tólum og geta jafnvel varið heilum klukkustundum í það verkefni. Sérfræðingar segja margar ástæður gætu legið að baki þessari áráttu. Þetta kemur fram í umfjöllun The Stylist Magazine.
„Fólk getur haft mikla nautn af því að sjá hvernig gröftur, blóð eða olía losnar úr húðinni og getur örvað samskonar ánægjustöðvar heilans og þegar maður borðar skyndibita eða drekkur áfengi en heilinn losar við það dópamín,“ segir Dr Gisele Caseiras sálfræðingur.
„Það að maður fær nánast samstundis vellíðunartilfinningu við mjög litla áreynslu gerir það að verkum að við leitumst í þetta. Þá getur streita einnig verið driffjöður að baki bólukreistinga og mörgum þykir það slakandi.“
Rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum fjórum finnur fyrir streitu flest alla daga. Á meðan 11% fullorðinna finna til streitu alla daga. Það er því ekki að undra að allir séu að leita leiða til þess að finna eitthvað sem losar um streitu.
„Stundum er það auðveldara að meðhöndla streitu með eitthvað sem er líkamlegt og blasir beint við manni. Maður sér vandamál og getur tekist á við það samstundis. Þetta veitir manni þá tilfinningu að maður hafi stjórn á hlutunum. Smátt og smátt getur þessi hegðun orðið að vana til þess að bregðast við áhyggjum sínum og ýta þeim frá sér.“
„Til viðbótar þá leggur samfélagið mikið upp úr hreinni og lýtalausri húð. Það er hins vegar alveg eðlilegt að fá bólur og bletti en þegar við lítum á þetta sem vandamál þá líður okkur vel þegar við erum að gera eitthvað í málinu. Maður er þá að taka burt eitthvað sem er neikvætt.“
„Stundum getur þetta gengið út í öfgar og fólk þróað með sér röskun sem heitir dermatillomania þar sem fólk þarf alltaf að vera að kroppa í húðina sína af mikilli áráttu.“
Húðsérfræðingar mæla ekki með miklu kroppi og benda á að það auki líkur á sýkingu og öramyndun.