Arion banki tilkynnti á dögunum að bankinn hefði keypt eignastýringarráðgjöfina Arngirmsson Advisors.
Arion banki tilkynnti á dögunum að bankinn hefði keypt eignastýringarráðgjöfina Arngirmsson Advisors.
Arion banki tilkynnti á dögunum að bankinn hefði keypt eignastýringarráðgjöfina Arngirmsson Advisors.
Gangi kaupin eftir er gert ráð fyrir að eignir í stýringu aukist um 170 milljarða króna. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir í viðskiptahluta Dagmála að vinna sé í gangi við að klára kaupin.
„Við höfum verið að bjóða upp á þjónustu sem felur í sér að selja erlendar eignastýringarvörur frá þriðja aðila. Með þessum kaupum erum við að tvöfalda umsvifin á þessari starfsemi. Það segir sig sjálft að í lífeyriskerfi sem spannar 8.000 milljarða og 3.000 milljarða erlendis þá er aukin þörf á þessum vörum. Við ætlum okkur að sinna þeim markaði betur,“ segir Benedikt.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: