Fataslár sem nú troðfylla geymsluna verstu kaup ársins

Fatastíllinn | 27. desember 2024

Fataslár sem nú troðfylla geymsluna verstu kaup ársins

Margrét Mist Tindsdóttir, oftast kölluð Mæja, tók nýverið við störfum hjá Blue Lagoon Skincare. Þar sinnir hún markaðsmálum en samhliða því rekur hún fataappið Regn með fjölskyldu sinni. Það var margt sem stóð upp úr á árinu hjá henni og þá aðallega ferðalögin sem voru nokkur.

Fataslár sem nú troðfylla geymsluna verstu kaup ársins

Fatastíllinn | 27. desember 2024

Bleiki jakkinn eru kaup ársins að mati Mæju.
Bleiki jakkinn eru kaup ársins að mati Mæju. Ljósmynd/Instagram

Mar­grét Mist Tinds­dótt­ir, oft­ast kölluð Mæja, tók ný­verið við störf­um hjá Blue Lagoon Skincare. Þar sinn­ir hún markaðsmá­l­um en sam­hliða því rek­ur hún fata­appið Regn með fjöl­skyldu sinni. Það var margt sem stóð upp úr á ár­inu hjá henni og þá aðallega ferðalög­in sem voru nokk­ur.

Mar­grét Mist Tinds­dótt­ir, oft­ast kölluð Mæja, tók ný­verið við störf­um hjá Blue Lagoon Skincare. Þar sinn­ir hún markaðsmá­l­um en sam­hliða því rek­ur hún fata­appið Regn með fjöl­skyldu sinni. Það var margt sem stóð upp úr á ár­inu hjá henni og þá aðallega ferðalög­in sem voru nokk­ur.

„Ég fór í æðis­lega ferð á tísku­viku til Kaup­manna­hafn­ar með Húrra Reykja­vík, skíðaferðir með góðum vin­um og byrjaði í nýrri og mjög spenn­andi vinnu hjá Blue Lagoon Skincare,“ seg­ir Mæja. 

„Við fögnuðum Red Dot hönn­un­ar­verðlaun­um með Regn-teym­inu mínu í Berlín, fór í vin­konu­ferð til Suður-Frakk­lands í sum­ar sem stend­ur upp úr. Við vin­kon­urn­ar búum á víð og dreif, í New York, Kaup­manna­höfn og á Íslandi svo við ákváðum að fljúga og hitt­ast í Cann­es. Við höfðum skipu­lagt ferðina vel og fór­um á æðis­lega veit­ingastaði, fal­leg­ar strend­ur ásamt því að taka dags­ferð til Nice og Anti­bes. Þetta var al­veg ógleym­a­leg ferð í alla staði.“

Vinkonuferðin til Suður-Frakklands stóð upp úr á árinu.
Vin­konu­ferðin til Suður-Frakk­lands stóð upp úr á ár­inu.

Hún fram­lengdi ferðina sína og hitti kær­ast­ann sinn í Nice, þau keyrðu í kjöl­farið til Mónakó og að ít­ölsku landa­mær­un­um. Hún seg­ir það hafa gefið sér orku ein­fald­lega að rifja ferðina upp.

Hvernig leggst nýja árið í þig?

„Mjög vel. Ég hugsa að mark­miðið verði að njóta ein­földu hlut­anna; elda góðan mat, fara í sund og njóta sem mest með vin­um og fjöl­skyldu.“

Gerðir þú ein­hver góð kaup á ár­inu?

„Bestu kaup­in eru „3-piece“ og „second-hand“ dragt sem ég keypti í Kalda og bleik­ur jakki sem ég fann á markaði í Cann­es,“ seg­ir Mæja. 

Þriggja setta dragt sem hún keypti á árinu og er …
Þriggja setta dragt sem hún keypti á ár­inu og er al­veg klass­ísk. Ljós­mynd/​In­sta­gram
Bleiki jakkinn sem hún fann á markaði í Cannes.
Bleiki jakk­inn sem hún fann á markaði í Cann­es. Ljós­mynd/​In­sta­gram

„En á fyrsta degi í Cann­es fékk ég sím­tal um að vatns­lögn hefði sprungið í íbúðinni minni. Við þurft­um að kaupa ógrynni af fata­slám og köss­um til að geyma dótið okk­ar sem nú troðfylla geymsl­una. Þessi kaup verða því að flokk­ast sem þau verstu.“

mbl.is