Margrét Mist Tindsdóttir, oftast kölluð Mæja, tók nýverið við störfum hjá Blue Lagoon Skincare. Þar sinnir hún markaðsmálum en samhliða því rekur hún fataappið Regn með fjölskyldu sinni. Það var margt sem stóð upp úr á árinu hjá henni og þá aðallega ferðalögin sem voru nokkur.
Margrét Mist Tindsdóttir, oftast kölluð Mæja, tók nýverið við störfum hjá Blue Lagoon Skincare. Þar sinnir hún markaðsmálum en samhliða því rekur hún fataappið Regn með fjölskyldu sinni. Það var margt sem stóð upp úr á árinu hjá henni og þá aðallega ferðalögin sem voru nokkur.
Margrét Mist Tindsdóttir, oftast kölluð Mæja, tók nýverið við störfum hjá Blue Lagoon Skincare. Þar sinnir hún markaðsmálum en samhliða því rekur hún fataappið Regn með fjölskyldu sinni. Það var margt sem stóð upp úr á árinu hjá henni og þá aðallega ferðalögin sem voru nokkur.
„Ég fór í æðislega ferð á tískuviku til Kaupmannahafnar með Húrra Reykjavík, skíðaferðir með góðum vinum og byrjaði í nýrri og mjög spennandi vinnu hjá Blue Lagoon Skincare,“ segir Mæja.
„Við fögnuðum Red Dot hönnunarverðlaunum með Regn-teyminu mínu í Berlín, fór í vinkonuferð til Suður-Frakklands í sumar sem stendur upp úr. Við vinkonurnar búum á víð og dreif, í New York, Kaupmannahöfn og á Íslandi svo við ákváðum að fljúga og hittast í Cannes. Við höfðum skipulagt ferðina vel og fórum á æðislega veitingastaði, fallegar strendur ásamt því að taka dagsferð til Nice og Antibes. Þetta var alveg ógleymaleg ferð í alla staði.“
Hún framlengdi ferðina sína og hitti kærastann sinn í Nice, þau keyrðu í kjölfarið til Mónakó og að ítölsku landamærunum. Hún segir það hafa gefið sér orku einfaldlega að rifja ferðina upp.
Hvernig leggst nýja árið í þig?
„Mjög vel. Ég hugsa að markmiðið verði að njóta einföldu hlutanna; elda góðan mat, fara í sund og njóta sem mest með vinum og fjölskyldu.“
Gerðir þú einhver góð kaup á árinu?
„Bestu kaupin eru „3-piece“ og „second-hand“ dragt sem ég keypti í Kalda og bleikur jakki sem ég fann á markaði í Cannes,“ segir Mæja.
„En á fyrsta degi í Cannes fékk ég símtal um að vatnslögn hefði sprungið í íbúðinni minni. Við þurftum að kaupa ógrynni af fataslám og kössum til að geyma dótið okkar sem nú troðfylla geymsluna. Þessi kaup verða því að flokkast sem þau verstu.“