Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason telur að tilnefningin á Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra sé besta ráðherratilnefning Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi hefur ekki trú á því að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki tilnefninguna.
Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason telur að tilnefningin á Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra sé besta ráðherratilnefning Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi hefur ekki trú á því að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki tilnefninguna.
Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason telur að tilnefningin á Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra sé besta ráðherratilnefning Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi hefur ekki trú á því að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki tilnefninguna.
„Ég skal droppa sprengju hérna. Ég held að þetta sé besta tilnefningin, fyrir það fyrsta, og hann eigi eftir að standa sig alveg ótrúlega vel,“ segir Frosti í Dagmálum.
Frosti og Friðjón mættu á dögunum í Dagmál þar sem rætt var um Donald Trump og meðal annars ríkisstjórn hans.
Frosti segir bersýnilegt að gegn Kennedy sé keyrður mikill áróður sem hefur einnig náð á Íslandsstrendur og bendir hann á frétt Ríkisútvarpsins í ágúst sem er með fyrirsögnina: Rugludallurinn Robert Kennedy.
Friðjón og Frosti tókust svo aðeins á um fjölda bólusetninga sem börn í Bandaríkjunum þyrftu að fara í.
Frosti sagði að Kennedy væri ekki á móti bólusetningum heldur vildi aðeins láta rannsaka það hvort að bóluefnin væru 100% örugg.
Friðjón benti á að bólusetning gegn mislingum væri sannreynd og hefði komið í veg fyrir mislingafaraldra í hinum vestræna heimi.
„Burtséð frá þessu þá held ég að hann nái ekki í gegn vegna þess að hann er á leiðinni í stríð við bandaríska lyfjaiðnaðinn og heldur þú að bandaríski lyfjaiðnaðurinn gúteri það að hann verði gerður að heilbrigðisráðherra?,“ segir Friðjón en öldungadeildin þarf að samþykkja tilnefningar forseta.
Ertu þá að segja að bandaríski lyfjaiðnaðurinn stjórni þingmönnunum?
„Ég held að stórfyrirtæki hafi gríðarleg áhrif í Bandaríkjunum. Hvort heldur er sem eru lyfjafyrirtæki eða önnur fyrirtæki,“ segir Friðjón.
Friðjón segir mikla þörf vera á því að brjóta upp heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum en hann hefur ekki trú á því að kennedy geti það.
„Ég vona að Kennedy, ef að Kennedy kemst inn, þá vona ég að hann geri eitthvað til að breyta norminu. En ég hef ekki trú á því,“ segir Friðjón
Í Dagmálum er farið yfir ástæður þess að Donald Trump vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hvaða þýðingu kosningin hefur. Frosti og Friðjón ræða hvers má vænta með Trump í embætti næstu fjögur árin og þá ræða þeir einnig hvort að heimurinn sé öruggari eða óöruggari með Trump í embætti.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni með því að smella hér.