Laufey er manneskja ársins

Ársuppgjör 2024 | 27. desember 2024

Laufey er manneskja ársins

Árið hjá íslenska tónlistarundrinu Laufeyju Lín Bing Jónsdóttur hefur verið viðburðaríkt og mörgum stórum áföngum náð. Hún er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands.

Laufey er manneskja ársins

Ársuppgjör 2024 | 27. desember 2024

Laufey Lín Jónsdóttir er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands.
Laufey Lín Jónsdóttir er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands.

Árið hjá ís­lenska tón­list­ar­undr­inu Lauf­eyju Lín Bing Jóns­dótt­ur hef­ur verið viðburðaríkt og mörg­um stór­um áföng­um náð. Hún er mann­eskja árs­ins að mati les­enda Smart­lands.

Árið hjá ís­lenska tón­list­ar­undr­inu Lauf­eyju Lín Bing Jóns­dótt­ur hef­ur verið viðburðaríkt og mörg­um stór­um áföng­um náð. Hún er mann­eskja árs­ins að mati les­enda Smart­lands.

Lauf­ey hef­ur náð stór­kost­leg­um ár­angri í tón­list­ar­heim­in­um síðustu ár og var þetta ár sér­stak­lega viðburðaríkt. Hún prýddi meðal ann­ars forsíðu Bill­bo­ard-tíma­rits­ins, vann Grammy-verðlaun, birt­ist á hvíta tjald­inu og var á lista For­bes. Lauf­ey ólst upp á tón­elsku heim­ili, en móðir henn­ar er fiðluleik­ari og afi henn­ar og amma voru bæði fiðlu- og pí­anó­kenn­ar­ar. Hún sagði í viðtali á ár­inu að heim­ili henn­ar hefði verið æv­in­týra­leg­ur staður þar sem tónlist barst úr öll­um horn­um. Það er þó ís­lensk­um föður Lauf­eyj­ar að þakka að hún upp­götvaði djass­inn, sem leiddi hana í frek­ara tón­list­ar­nám við hinn virta Berk­lee Col­l­e­ge of Music í Bost­on.

Laufey prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins sem kom út í dag.
Lauf­ey prýðir forsíðu Smart­lands­blaðsins sem kom út í dag.

Forsíða Bill­bo­ard

Í upp­hafi árs­ins prýddi hún forsíðu sta­f­rænn­ar út­gáfu Bill­bo­ard sem er eitt þekk­asta tón­list­ar­tíma­rit heims. Djass­söng­kon­an ræddi meðal ann­ars um upp­runa sinn og tón­listaráhrif í viðtali við blaðamann tíma­rits­ins. Sá for­vitnaðist um hvort Lauf­ey sæi fyr­ir sér að semja tónlist fyr­ir kvik­mynd­ir. „Draum­ur­inn væri að semja tit­il­lagið fyr­ir James Bond-mynd,“ sagði söng­kon­an, sem ætl­ar sér að gera allt til að láta þann draum ræt­ast.

Laufey á forsíðu stafrænnar útgáfu Billboard-tímaritsins.
Lauf­ey á forsíðu sta­f­rænn­ar út­gáfu Bill­bo­ard-tíma­rits­ins.

Hlaut Grammy-verðlaun

Lauf­ey hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng­poppp­latna (e. tra­diti­onal pop vocal alb­um). Sex hlutu til­nefn­ingu í flokki Lauf­eyj­ar en á meðal þeirra voru Bruce Springsteen með plöt­una Only the Strong Survi­ve, hljóm­sveit­in Pentaton­ix með plöt­una Holi­days Around the World og Rickie Lee Jo­nes með plöt­una Pieces of Trea­sure. „Vá, takk kær­lega fyr­ir öll­söm­ul. Þetta er ótrú­legt. Ég hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst,“ sagði Lauf­ey Lín þegar hún steig á svið í Crypto-höll­inni í Los Ang­eles til þess að taka við verðlaun­un­um.

Kvöldið var viðburðaríkt hjá tón­list­ar­kon­unni en áður en hún fékk verðlaun­in af­hent flutti hún lagið From the Start af plötu sinni. Það var þó ekki eini flutn­ing­ur henn­ar um kvöldið því að hún lék á selló í sögu­leg­um flutn­ingi tón­list­ar­manns­ins Billy Joel, sex­falds Grammy-verðlauna­hafa. Flutn­ing­ur­inn var merki­leg­ur fyr­ir þær sak­ir að Joel hafði ekki stigið á svið á Grammy-verðlauna­hátíð og flutt tónlist sína í 30 ár.

AFP

Lauf­ey fékk heiður­sviður­kenn­ingu

Útflutn­ings­verðlaun for­seta Íslands 2024 voru veitt í byrj­un mars­mánaðar og var Lauf­ey heiðruð fyr­ir störf sín á alþjóðavett­vangi. Heiður­sviður­kenn­ing er veitt ár­lega mann­eskju sem þykir með starfi sínu og verk­um hafa borið hróður Íslands víða um heim. „Fjög­urra ára byrjaði Lauf­ey að læra á pí­anó og átta ára á selló. Hún kom fyrst fram á stóra sviðinu þegar hún spilaði ein­leik á jóla­tón­leik­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, þá 15 ára. Söng­ur­inn blundaði alltaf með henni og fór hún að koma fram sem söng­kona á ung­lings­aldri meðal ann­ars í Ice­land Got Talent og The Voice þar sem hún náði í úr­slita­keppn­ina,“ sagði í til­kynn­ingu, en Lauf­ey er fædd árið 1999.

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, heiðraði Laufeyju fyrir störf …
Guðni Th. Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, heiðraði Lauf­eyju fyr­ir störf sín á alþjóðavett­vangi. Ljós­mynd/Í​slands­stofa

Fyllti Eld­borg í þrígang

Mik­ill áhugi var á tón­leik­um Lauf­eyj­ar í Eld­borg­ar­sal Hörpu en hún hélt þrenna tón­leika í mars. Það seld­ist upp á tvenna tón­leika aðeins á nokkr­um mín­út­um og var þá auka­tón­leik­um bætt við. Það seld­ist einnig hratt upp á þá en þeir voru hluti af tón­leika­ferðalagi henn­ar um heim­inn.

Hélt stærstu tón­leik­ana í Indó­nes­íu

Lauf­ey steig á svið í Djakarta í Indó­nes­íu og söng fyr­ir fram­an 7.500 tón­leika­gesti. „Takk, Djakarta! Þetta voru stærstu tón­leik­arn­ir mín­ir hingað til, öll 7.500 ykk­ar sunguð hvern ein­asta texta af full­um krafti með mér. Takk fyr­ir að bjóða mig vel­komna í fal­legu menn­ing­una ykk­ar, sjá­umst næst! Terima Kasih,“ skrifaði Lauf­ey í færslu sem hún birti á In­sta­gram-síðu sinni eft­ir tón­leik­ana.

Laufey fann ástina á árinu í örmum Charlie Christie.
Lauf­ey fann ást­ina á ár­inu í örm­um Charlie Christie. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Fann ást­ina í Kali­forn­íu

Það voru lík­ar góðar frétt­ir úr einka­lífi Lauf­eyj­ar á ár­inu en hún fann ást­ina í örm­um Charlie Christie. Sá heppni starfar í markaðsteymi hjá út­gáfu­fyr­ir­tæk­inu In­terscope Records. Fyr­ir­tækið gef­ur út tónlist Lady Gaga, Elt­on John, Bill­ie Eil­ish og Mar­oon 5, svo að ein­hverj­ir tón­list­ar­menn séu nefnd­ir, og er með skrif­stof­ur í Santa Monica í Kali­forn­íu. Það er því kannski ekki skrýtið að hann hafi fallið fyr­ir Grammy-verðlauna­haf­an­um Lauf­eyju.

Lék fyr­ir þúsund­ir í Hollywood Bowl

Í ág­úst síðastliðnum þakkaði Lauf­ey aðdá­end­um sín­um, sem ganga und­ir nafn­inu Lau­vers, fyr­ir ógleym­an­legt kvöld í Hollywood Bowl. „Kæra 13 ára Lauf­ey, þú seld­ir upp Hollywood Bowl. Takk öll­söm­ul fyr­ir besta kvöld lífs míns,“ skrifaði söng­kon­an við aðra færsl­una á In­sta­gram. Tón­leika­svæðið get­ur tekið við 17.500 gest­um svo að það var mikið af­rek að upp­selt var á tón­leik­ana.

Á tón­leik­un­um steig hún á svið ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Los Ang­eles. Tón­leik­arn­ir komu henni á hvíta tjaldið en þeir voru sýnd­ir í út­völd­um kvik­mynda­hús­um í nú í des­em­ber.

Til­nefnd til VMA-verðlauna

Í lok ág­úst hlaut hún til­nefn­ingu til MTV VMA-verðlauna. Á hátíðinni eru bestu tón­list­ar­mynd­bönd, lista­menn og lög árs­ins heiðruð og var lag Lauf­eyj­ar, Goddess, til­nefnt í flokki sem kall­ast „PUSH Per­formance of the Year“. Alls voru 11 framúrsk­ar­andi tón­list­ar­menn til­nefnd­ir í flokkn­um.

Á fremsta bekk hjá Chanel

Franska tísku­húsið Chanel frum­sýndi vor- og sum­ar­lín­una fyr­ir árið 2025 á tísku­vik­unni í Par­ís í októ­ber. Sýn­ing­in fór fram í Grand Pala­is sem hef­ur verið einn aðal­sýn­ing­arstaður Chanel um ára­bil. Lauf­ey sat ásamt syst­ur sinni, Jún­íu Lín, í einni af fremstu röðunum á tísku­sýn­ing­unni. Þetta er einn stærsti viðburður­inn á tísku­vik­unni og yf­ir­leitt stjörn­um prýdd­ur. Franska tísku­húsið hef­ur klætt Lauf­eyju fyr­ir nokkra viðburði þessa árs en hún hef­ur verið þekkt fyr­ir kven­leg­an og klass­ísk­an fata­stíl.

Franska hátískuhúsið Chanel vildi að Laufey klæddist fatnaði frá því …
Franska há­tísku­húsið Chanel vildi að Lauf­ey klædd­ist fatnaði frá því á ár­inu. Ljós­mynd/​Chanel

Ný skart­gripalína frá Lauf­eyju

Þá lét hún einnig til sín taka í heimi skarts­ins en hún hannaði skart­gripalínu í sam­starfi við am­er­ísku skart­gripa­versl­un­ina Cat­bird. Í lín­unni eru sex mis­mun­andi skart­grip­ir, allt frá arm­bönd­um yfir í hringa, eyrna­lokka og háls­men. Lauf­ey sagði þetta vera skart­gripi drauma sinna.

„Ég bjó þetta til fyr­ir þig og mig. Gull­kan­ín­ur æsku minn­ar, slauf­ur, blá­ir tón­ar og hring­ar fyr­ir brotið hjarta og gleði. Líka eitt sér­stakt hjarta fyr­ir Lau­vers,“ skrif­ar hún á In­sta­gram. „Hver grip­ur er bú­inn til með svo mik­illi ást og er til í 100% end­urunnu gulli og silfri.“

Á lista For­bes

Í des­em­ber skipaði Lauf­ey sæti á lista For­bes yfir ein­stak­linga, 30 ára og yngri, sem skarað hafa fram úr í tón­list­ar­heim­in­um á ár­inu sem er að líða. Á list­an­um er einnig að finna heimsþekkta tón­list­ar­menn á borð við Chapp­el Roan, Tyla, Sha­boozey og Zach Bry­an.

mbl.is