Mikil trú á samstarfi banka og tryggingarfélags

Dagmál | 27. desember 2024

Mikil trú á samstarfi banka og tryggingarfélags

Mikill tekjuvöxtur hefur verið hjá Verði tryggingarfélagi sem er hluti af samstæðu Arion banka. Spurður í viðskiptahluta Dagmála um hans sýn á stöðu Varðar innan samstæðunnar segir Benedikt Gíslason bankastjóri Arion að bankinn hafi mikla trú á samstarfi banka og tryggingarfélags.

Mikil trú á samstarfi banka og tryggingarfélags

Dagmál | 27. desember 2024

Mikill tekjuvöxtur hefur verið hjá Verði tryggingarfélagi sem er hluti af samstæðu Arion banka. Spurður í viðskiptahluta Dagmála um hans sýn á stöðu Varðar innan samstæðunnar segir Benedikt Gíslason bankastjóri Arion að bankinn hafi mikla trú á samstarfi banka og tryggingarfélags.

Mikill tekjuvöxtur hefur verið hjá Verði tryggingarfélagi sem er hluti af samstæðu Arion banka. Spurður í viðskiptahluta Dagmála um hans sýn á stöðu Varðar innan samstæðunnar segir Benedikt Gíslason bankastjóri Arion að bankinn hafi mikla trú á samstarfi banka og tryggingarfélags.

„Það er tvennt sem gerir það að verkum. Í fyrsta lagi þá eru komnar stafrænar dreifileiðir sem hafa gjörbylt þjónustunni og í örðu lagi þá er starfsumhverfi fjármálafyrirtækja sífellt að verða flóknara. Það er erfitt að reka lítil fjármálafyrirtæki vegna þeirra miklu krafa sem eru settar,“ segir Benedikt og útskýrir að reglubókin sé í dag um þrjú þúsund blaðsíður fyrir kerfislega mikilvæga banka og stefnir í að verða sex þúsund blaðsíður með nýju regluverki frá Evrópu.

„Tryggingafélögin eru líka undir þessu regluverki þannig með því að samþætta reksturinn erum við að gera þetta með skilvirkari hætti. Við náum að þjónusta stærri hóp og samnýta upplýsingatækniþjónustu og lögfræðiþjónustu. Þetta er þróun sem mun aukast að við sjáum fyrirtæki á sviði tryggingaþjónustu annars vegar og bankaþjónustu hins vegar rugla saman reitum,“ segir Benedikt.

mbl.is