Þjóðþekktir einstaklingar héldu jólin á náttfötunum

Lifa og njóta | 27. desember 2024

Þjóðþekktir einstaklingar héldu jólin á náttfötunum

Á síðustu misserum hefur það orðið sívinsælla meðal landsmanna að fagna jólunum á náttfötunum, en þessi vestræna hefð hefur fest sig í sessi sem ómissandi hluti af jólahaldi margra, þó svo að spariklæðin séu nú algengari á flestum íslenskum heimilum.

Þjóðþekktir einstaklingar héldu jólin á náttfötunum

Lifa og njóta | 27. desember 2024

Jól á náttfötunum.
Jól á náttfötunum. Samsett mynd

Á síðustu misserum hefur það orðið sívinsælla meðal landsmanna að fagna jólunum á náttfötunum, en þessi vestræna hefð hefur fest sig í sessi sem ómissandi hluti af jólahaldi margra, þó svo að spariklæðin séu nú algengari á flestum íslenskum heimilum.

Á síðustu misserum hefur það orðið sívinsælla meðal landsmanna að fagna jólunum á náttfötunum, en þessi vestræna hefð hefur fest sig í sessi sem ómissandi hluti af jólahaldi margra, þó svo að spariklæðin séu nú algengari á flestum íslenskum heimilum.

Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deildu krúttlegum myndum af sér og fjölskyldum sínum, klædd í náttfatasett með jólaþema, á meðan aðrir birtu fallegar myndir af sér og fjölskyldumeðlimum sínum í fullum skrúða.

Brosmild í bláu!

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, birti fallega mynd af sér ásamt eiginmanni sínum, Markus Wasserbaech, og börnum, öll klædd bláum náttfötum.

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Kósí!

Af­reksíþrótta­konan Annie Mist Þórisdóttir hélt kósíjól í faðmi fjölskyldunnar.

Sparileg!

Þjálfarahjónin Sandra Björg Helgadóttir og Hilmar Arnarson tóku á móti sínu fyrsta barni í september og fögnuðu fyrstu jólum Helga Snæs í sínu fínasta pússi.

Köflótt jól!

Hlaupakonan Mari Järsk og kærasti hennar, Njörður Ludvigsson, voru smart í köflóttum náttfötum. 

Huggulegheit!

Íris Svava Pálma­dótt­ir, þroskaþjálfi og talsmaður já­kvæðrar lík­ams­ímynd­ar, og sambýlismaður hennar, Arnþór Fjalar­son, fögnuðu fyrstu jólum dóttur sinnar, Sól­dísar Hönnu, á náttfötunum.

View this post on Instagram

A post shared by Íris Svava (@irissvava)

Náttfatapartí! 

Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, og sambýliskona hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir, eyddu aðfangadegi á náttfötunum ásamt börnum hans.

Diskójól!

Fast­eigna­sal­inn Gunn­ar Pat­rik Sig­urðsson og hlaðvarps­stjarn­an Birta Líf Ólafs­dótt­ir leyfðu dóttur sinni, Emblu Líf, að skína í glæsilegum pallíettukjól á aðfangadagskvöld.

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

Í stíl!

Fjölskylda Jó­hönnu Helgu Jensdóttur var afar glæsileg á aðfangadagskvöld. 

Jól á náttfötunum!

Bakarinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, og unnusta hans, Kristín Eva Sveinsdóttir, voru sæt og fín í jólanáttfötum.

Krúttleg! 

Samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og fjölskylda hennar voru öll í stíl í krúttlegum náttfötum.

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

Hátíð í bæ!

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, markaðsfull­trúi Bi­oef­fect og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, og Teit­ur Reyn­is­son, viðskipta­fræðing­ur í Lands­bank­an­um, héldu jólin hátíðleg ásamt börnum sínum tveimur. 

Jólapeysujól!

Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, og fjölskylda hans fóru milliveginn og héldu upp á jólapeysujól. 

View this post on Instagram

A post shared by Kelsey Henson (@kelc33)

mbl.is