Landsmenn vildu svör um Tyrkjaránið og starfsstjórn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. desember 2024

Landsmenn vildu svör um Tyrkjaránið og starfsstjórn

Á árinu virtust Íslendingar helst vilja fá svör um fjölda og stærð eldgosa á Reykjanesskaga, uppgreiðslu lána, hvað starfsstjórn sé og hvort svonefndir Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum, miðað við mest lesnu svör ársins á Vísindavefnum

Landsmenn vildu svör um Tyrkjaránið og starfsstjórn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. desember 2024

Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum 17. október.
Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum 17. október. mbl.is/Hákon

Á árinu virtust Íslendingar helst vilja fá svör um fjölda og stærð eldgosa á Reykjanesskaga, uppgreiðslu lána, hvað starfsstjórn sé og hvort svonefndir Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum, miðað við mest lesnu svör ársins á Vísindavefnum

Á árinu virtust Íslendingar helst vilja fá svör um fjölda og stærð eldgosa á Reykjanesskaga, uppgreiðslu lána, hvað starfsstjórn sé og hvort svonefndir Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum, miðað við mest lesnu svör ársins á Vísindavefnum

Ár hvert taka umsjónarmenn Vísindavefs Háskóla Íslands saman mest lesnu svörin en vefurinn geymir stórt safn svara fræðimanna um ólík málefni og birtast ný svör við spurningum lesenda í hverri viku. 

Eldsumbrotin á Reykjanesskaga eru enn ofarlega í huga fólks en málefnið var ekki jafn vinsælt þetta árið og árið á undan en þá voru þrjú af fimm mest lesnu svörum vefsins tengd málefninu. 

Stjórnmálafræðin senuþjófur ársins

Svör um kosningar og stjórnmál hafa sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum og í ár og er stjórnmálafræðin senuþjófur ársins að mati ritstjórnar vefsins.

Ástæðan fyrir áhuga lesenda á stjórnmálafræðinni er talin vera að bæði vera vegna kosninganna um nýjan forseta og til Alþingis hérlendis, auk þess sem kosið var um nýjan forseta Bandaríkjanna.  

Fjögur mest lesnu svörin um stjórnmálafræðina tengjast svörum um yfirgripsmikil hugtök stjórnmálafræðinnar líkt og lýðræði, fasisma og popúlisma. Þá höfðu lesendur einnig áhuga á kosningakerfinu á Íslandi og valdsviði og launakjörum forseta Íslands. 

Árlegar heimsóknir á vefinn á árinu voru tvær og hálf milljón og árlegar flettingar rúmar þrjár milljónir, sem er svipað og hefur verið síðustu ár. Gert er ráð fyrir að um 13% þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku. 

mbl.is