„Ég hugsa ekki um hvað öðrum finnst“

Ársuppgjör 2024 | 29. desember 2024

„Ég hugsa ekki um hvað öðrum finnst“

Gerða Jónsdóttir íþróttafræðingur, þjálfari og stofnandi vörumerkisins INSHAPE hannaði æfingakerfi sem einblínir á konur. Ásamt því heldur hún heilsuviðburði en nýjasta viðbótin eru lúxusheilsuferðir út fyrir landsteinana.

„Ég hugsa ekki um hvað öðrum finnst“

Ársuppgjör 2024 | 29. desember 2024

Gerða er stoltust af því að hafa fylgt hjartanu á …
Gerða er stoltust af því að hafa fylgt hjartanu á árinu. Ljósmynd/Úr einkasafni

Gerða Jóns­dótt­ir íþrótta­fræðing­ur, þjálf­ari og stofn­andi vörumerk­is­ins INS­HAPE hannaði æf­inga­kerfi sem ein­blín­ir á kon­ur. Ásamt því held­ur hún heilsu­viðburði en nýj­asta viðbót­in eru lúx­us­heilsu­ferðir út fyr­ir land­stein­ana.

Gerða Jóns­dótt­ir íþrótta­fræðing­ur, þjálf­ari og stofn­andi vörumerk­is­ins INS­HAPE hannaði æf­inga­kerfi sem ein­blín­ir á kon­ur. Ásamt því held­ur hún heilsu­viðburði en nýj­asta viðbót­in eru lúx­us­heilsu­ferðir út fyr­ir land­stein­ana.

Hvað stóð upp úr á ár­inu?

„Mín fyrsta INS­HAPE lúx­us-heilsu­ferð til Madeira. Sú ferð heppnaðist von­um fram­ar enda dá­sam­leg­ar kon­ur sem komu með og því­lík­ur lær­dóm­ur sem ég dró af því að stökkva í djúpu laug­ina,“ seg­ir Gerða.

„Ég byrjaði að þjálfa á nýj­um stað sem er mik­ill lúx­us og gef­ur gott í hjartað að geta boðið kúnn­um sín­um upp á. Nýi staður­inn er í kjall­ara Hót­el Íslands í Ármúl­an­um og þar er hægt að nýta sér heit­an og kald­an pott, lík­ams­rækt­araðstöðu, sauna, infrared-klefa og hvorki meira né minna en flot­laug. Mjög hlý­leg­ur og nær­andi staður til að rækta lík­ama og sál.“

Hún er stolt­ust af því að hafa fylgt hjart­anu og farið eft­ir inn­sæ­inu. „Ég hugsa ekki um hvað öðrum finnst eða hvað aðrir hafa um það að segja. Ég leyfi mér að prófa mig áfram í alls kon­ar vit­leysu sem skil­ar sér endi­lega ekki alltaf en ég læri þó alltaf eitt­hvað í leiðinni sem er mjög dýr­mætt. Ég hef farið mín­ar eig­in leiðir þegar kem­ur að markaðssetn­ingu INS­HAPE og þegar kem­ur að því að hanna æf­inga­kerfi sem held­ur ástríðunni gang­andi og minni mig reglu­lega á það að ég viti fyr­ir hvað ég stend fyr­ir.

Ég veit hvað ég hef lagt mikið á mig svo það er al­gjör óþarfi að þurfa að vera í ein­hverju boxi. Ann­ars er ég stolt af svo mörgu, börn­un­um mín­um, fjöl­skyldu, vin­um og því um­hverfi sem ég hef skapað mér.“

Gerða hugsar vel um líkama og sál.
Gerða hugs­ar vel um lík­ama og sál. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Nýtt ár er nýtt upp­haf

Er eitt­hvað sem þú vilt gera bet­ur á næsta ári?

„Ég ætla ekk­ert endi­lega að gera neitt bet­ur á næsta ári eða mér finnst skrýtið að líta á það þannig. Frek­ar ætla ég að gera eitt­hvað nýtt og skemmti­legt því það er það sem gef­ur mér mest. Hef eng­an tíma til að ein­blína á það sem er búið held­ur bara að halda áfram að búa til nýj­ar minn­ing­ar og skapa ný æv­in­týri.

Hvernig leggst nýja árið í þig?

„Nýja árið leggst rosa­lega vel í mig. Það mark­ar alltaf eins kon­ar nýtt upp­haf þar sem nýir og spenn­andi hlut­ir ger­ast. Lít á nýtt ár eins og óskrifaðan kafla í bók þar sem ég hef enda­laus­ar blaðsíður þar sem ég má láta hug­mynda­flugið ráða og skrifa og skapa allt sem mig lang­ar til og dreym­ir um.“

Gerða ætl­ar að hefja nýja árið með fjöl­skyld­unni í sól­inni og fylla á d-víta­mín­tank­inn eins og hún orðar það. Hún er ekk­ert sér­stak­lega hrif­in af nýrri „tísku“ þegar kem­ur að æf­ing­um held­ur mæl­ir með að fólk prófi sig áfram. 

Hent­ar ekki öll­um að æfa í heit­um sal

Sem dæmi um það er að síðasta ár var mik­il áhersla lögð á að æfa í heit­um sal en það er eitt­hvað sem hent­ar alls ekki öll­um og það er líka í góði lagi. Það líður ekki öll­um vel að æfa í mikl­um hita sem er skilj­an­legt þar,“ út­skýr­ir hún. Ég hef verið að prófa mig áfram með að sleppa hit­an­um og það hef­ur verið að koma mjög vel út þó ég leyfi mér að hita sal­inn aðeins við og við. Fólk nýt­ir sér svo bara saun­urn­ar ef það vill eitt­hvað extra.

Hún seg­ir spaðaíþrótt­ir vera að koma sterk­ar inn. „Tenn­is og padel er ótrú­lega skemmti­legt en þetta er ekki að anna eft­ir­spurn því miður. Svo þetta er ágætisviðskipta­hug­mynd fyr­ir ein­hvern.“

Ertu með ráð fyr­ir þann sem ætl­ar að taka sig í gegn á nýju ári?

Í guðanna bæn­um ekki beina at­hygl­inni bara á að létt­ast. Hugsaðu líka um alla aðra ávinn­ing­ana sem fylgja því að hreyfa sig, koma í veg fyr­ir sjúk­dóma, kvíða, þung­lyndi og svo lengi mætti telja. Leyfðu þér að breyta um hreyf­ingu ef þér þykir ekki skemmti­legt, það er til eitt­hvað fyr­ir alla. Byrjaðu ró­lega og hugsaðu einn dag í einu og ekki vera með svip­una ef það geng­ur ekki allt upp strax, það kem­ur nýr dag­ur og ný tæki­færi.“

Hún seg­ir mataræðið skipta gríðarlega miklu máli en það sem eigi við um einn eigi ekki við um alla. „Borðum mat sem er sem næst nátt­úr­unni og drekk­um vatn. Nær­ing er eins og bens­ín fyr­ir okk­ur og það er eng­in lygi. Ef þú borðar holl­an og góðan mat þá líður þér eft­ir því.“
Hvernig held­ur maður sér í rútínu leng­ur en bara út janú­ar?
„Ég held að það sé nú löngu dottið úr tísku að vera í ein­hverju janúar­átaki eða bara átaki yfir höfuð. Fólk er meira farið að æfa allt árið í kring en taka sér þá frek­ar frí yfir sum­arið og njóta þess að vera úti. Það er þó alltaf und­an­tekn­ing og ætli ég mæli þá bara ekki með því að byrja á því að finna sér eitt­hvað skemmti­legt, jafn­vel að skrá sig í eitt­hvað nýtt eða á nám­skeið þar sem maður mynd­ar tengsl við annað fólk en er ekki einn að snú­ast í kring­um sjálf­an sig.
Ef janú­ar geng­ur ekki upp að þá má al­veg prófa aft­ur í fe­brú­ar svo mars. Bara sýna sér smá mildi og ekki gef­ast upp. Setja sér raun­hæf mark­mið og skipta þeim niður í nokk­ur lít­il í stað þess að ætla sigra heim­inn strax. Minnstu breyt­ing­ar taka tíma svo eitt skref í einu er góð regla.“
mbl.is