Brúðkaup ársins voru ógleymanleg!

Brúðkaup | 30. desember 2024

Brúðkaup ársins voru ógleymanleg!

Sjald­an hafa fleiri hjón gengið í það heil­aga en í ár. Fólk fór ýmsar leiðir til þess að láta pússa sig saman. Árni Oddur Þórðarson og Kristrún Auður Viðarsdóttir giftu sig með pompi og prakt en enginn veislugestur vissi að um brúðkaup væri að ræða því boðið var í 50 ára afmæli hennar. Á svipuðum tíma létu Ann og Björn Zoëga pússa sig saman á ítalskri eyju.

Brúðkaup ársins voru ógleymanleg!

Brúðkaup | 30. desember 2024

Rósa Signý og Bjarki, Snorri og Nadine, Ann og Björn …
Rósa Signý og Bjarki, Snorri og Nadine, Ann og Björn og Árni Oddur og Kristrún eiga það sameiginlegt að hafa gengið í hjónaband á árinu. Samsett mynd

Sjald­an hafa fleiri hjón gengið í það heil­aga en í ár. Fólk fór ýmsar leiðir til þess að láta pússa sig saman. Árni Oddur Þórðarson og Kristrún Auður Viðarsdóttir giftu sig með pompi og prakt en enginn veislugestur vissi að um brúðkaup væri að ræða því boðið var í 50 ára afmæli hennar. Á svipuðum tíma létu Ann og Björn Zoëga pússa sig saman á ítalskri eyju.

Sjald­an hafa fleiri hjón gengið í það heil­aga en í ár. Fólk fór ýmsar leiðir til þess að láta pússa sig saman. Árni Oddur Þórðarson og Kristrún Auður Viðarsdóttir giftu sig með pompi og prakt en enginn veislugestur vissi að um brúðkaup væri að ræða því boðið var í 50 ára afmæli hennar. Á svipuðum tíma létu Ann og Björn Zoëga pússa sig saman á ítalskri eyju.

Ann og Björn Zoëga.
Ann og Björn Zoëga.

Ann og Björn Zoëga

Rómantíkin var allsráðandi þegar bæklunarskurðlæknirinn Björn Zoëga gekk að eiga unnustu sína, Ann Zoëga, í sól og blíðu á eyjunni Monte Isola, Isolavatni á NorðurÍtalíu. Staðurinn er vinsæll brúðkaupsstaður en af hótelinu er fallegt útsýni út á vatnið. Brúðkaupið fór fram í byrjun september. Björn stýrir nú stærsta sjúkrahúsinu Sádi Arabíu en hann var áður forstjóri Landspítalans og forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð. Ann er viðskiptastjóri á sjónvarpsstöðinni TV4 í Svíþjóð.

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi.
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi. Ljósmynd/Blik Studio

Snorri og Nadine

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins og Nadine Guðrún Yaghi, fyrrverandi fréttamaður og forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, gengu í hjónaband Í Siglufjarðarkirkju um miðjan júní. Séra Skúli S. Ólafsson gaf hjónin saman. Á eftir var marserað með lúðrasveit niður á Kaffi Rauðku þar sem veisluhöld fóru fram. Nadine klæddist sérsaumuðum kjól frá Ylfu Hjaltested Pétursdóttur og Snorri lét sérsníða á sig jakkaföt hjá Agli Ásbjarnarsyni í Suitup Reykjavík.

Árni Oddur Þórðarson og Kristrún Auður Viðarsdóttir.
Árni Oddur Þórðarson og Kristrún Auður Viðarsdóttir. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Árni Oddur og Kristrún

Það bjóst enginn veislugestur við því að 50 ára afmælisveisla Kristrúnar Auðar Viðarsdóttur fjárfestis ætti eftir að enda með brúðkaupi þegar hún gekk að eiga Árna Odd Þórðarson, fyrrverandi forstjóra Marels. Þau gengu í hjónaband í Dómkirkjunni 14. september og var það séra Sveinn Valgarðsson prestur sem gaf parið saman. Bubbi Morthens söng á sinn töfrandi hátt í athöfninni og heillaði viðstadda og svo var slegið upp veislu í Marshallhúsinu.

Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Reynisson.
Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Reynisson. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Fanney og Teitur

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Reynisson, viðskiptafræðingur í Landsbankanum, giftu sig við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um miðjan ágúst. Eftir giftinguna slógu hjónin upp veislu í Gamla bíói þar sem öllu var til tjaldað. Katla Þorgeirsdóttir og Fannar Sveinsson stýrðu veislunni af miklum myndarskap og var einstök stemning. Hún klæddist einstökum kjól frá Loforði og var með slör og allt þetta helsta.

María Thelma og Steinar.
María Thelma og Steinar. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

María Thelma og Steinar

Leikkonan María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors, viðskiptastjóri hjá Straumi, gengu
í hjónaband 12. október. Giftingin sjálf fór fram í Hallsgrímskirkju og svo var skundað á
Grand Hótel á eftir þar sem ráðahagnum var fagnað.

Andri og Rakel.
Andri og Rakel.

Andri og Rakel

Rakel Rúnarsdóttir rekstrarhagfræðingur og Andri Ford, sjúkraþjálfari og kírópraktor, giftu sig í fallegri athöfn í Bretlandi um miðjan ágúst. Brúðkaupið var haldið á Hampton Manor,
fimm stjörnu lúxushóteli rétt fyrir utan Birmingham.

Signý og Bjarki gengu í hjónaband á dögunum. Hér eru …
Signý og Bjarki gengu í hjónaband á dögunum. Hér eru þau ásamt afkvæmum sínum. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Rósa Signý og Bjarki

Kærustuparið til 20 ára Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fótboltamaður og Rósa Signý Gísladóttir, doktor í sálfræðilegum vísindum og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, eru nú hjón en þau giftu sig 16. nóvember. Hægt er að fullyrða að reynsla sé komin á sambandið eftir þessa 20 ára prufukeyrslu. Ragnar Ísleifur Bragason, athafnastjóri hjá Siðmennt og leikskáld, gaf hjónin saman og fór athöfnin og veislan fram í Marshallhúsinu.

Páll Óskar og Edgar.
Páll Óskar og Edgar.

Páll Óskar og Edgar

Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson gekk í hjónaband 27. mars. Sá heppni heitir Edgar Antonio Lucena Angarita og er hælisleitandi. Hann hefur veitt Páli Óskari mikinn innblástur í tónsmíðum síðustu mánuði þar sem ástin er alltumlykjandi. Brynhildur Björnsdóttir, athafnastjóri hjá Siðmennt og vinkona poppstjörnunnar, sá um að pússa turtildúfurnar saman. „Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika,“ sagði Páll Óskar í kjölfarið.

Arnar og Barbara gengu í hjónaband í sumar.
Arnar og Barbara gengu í hjónaband í sumar. Ljósmynd/Sunday & White Studio

Arnar og Barbara

Barbara Björnsdóttir héraðsdómari og Arnar Wedholm Gunnarsson framleiðandi gengu í hjónaband 28. júní á Ítalíu. Brúðkaupið fór fram á Hotel Villa Cariola sem er nálægt Gardavatni. Hjónin voru gefin saman af ítölskum fulltrúa sýslumanns og sá Eva María
Þórarinsdóttir Lange um að túlka. Pink Iceland aðstoðaði hjónin við
skipulagninguna.

mbl.is