Dóra Júlía og Bára giftu sig um helgina

Brúðkaup | 30. desember 2024

Dóra Júlía og Bára giftu sig um helgina

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, og Bára Guðmundsdóttir giftu sig um helgina eða á laugardaginn 28. desember. Dóra segir þetta hafi verið besti dagur lífs þeirra. 

Dóra Júlía og Bára giftu sig um helgina

Brúðkaup | 30. desember 2024

Íris Dögg Einarsdóttir tók myndirnar af hjónunum á brúðkaupsdaginn.
Íris Dögg Einarsdóttir tók myndirnar af hjónunum á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Instagram

Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir, plötu­snúður og blaðamaður, og Bára Guðmunds­dótt­ir giftu sig um helg­ina eða á laug­ar­dag­inn 28. des­em­ber. Dóra seg­ir þetta hafi verið besti dag­ur lífs þeirra. 

Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir, plötu­snúður og blaðamaður, og Bára Guðmunds­dótt­ir giftu sig um helg­ina eða á laug­ar­dag­inn 28. des­em­ber. Dóra seg­ir þetta hafi verið besti dag­ur lífs þeirra. 

Brúðkaupið var hið glæsi­leg­asta og gleðin var ríkj­andi. At­höfn­in fór fram í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík og veisl­an var hald­in í Gamla Bíói. Gest­irn­ir skemmtu sér vel og dönsuðu með Emm­sjé Gauta sem tróð meðal ann­ars upp. Dóra Júlía er þekkt fyr­ir mikið stuð sem plötu­snúður og vantaði það ekki í veisl­una.

Parið hef­ur verið sam­an frá ár­inu 2020. Þær trú­lofuðu sig í Par­ís árið 2022 og festu kaup á íbúð sam­an rúmu ári síðar.

Dóra Júlía klædd­ist gull­fal­leg­um silkisatínkjól af ömmu sinni í at­höfn­inni en skipti svo yfir í síðan, hvít­an blazer-kjól þegar leið á par­tíið. Bára klædd­ist fal­legri hvítri dragt í þrem­ur hlut­um, dragt­ar­jakka, bux­um og vesti. 

Smart­land ósk­ar hjón­un­um til ham­ingju með gift­ing­una!

mbl.is