Óskar Logi og Vala opinberuðu nafn frumburðarins

Barnanöfn | 30. desember 2024

Óskar Logi og Vala opinberuðu nafn frumburðarins

Tónlistarmaðurinn Óskar Logi Ágústsson og sambýliskona hans, Valdís Eiríksdóttir útvarpskona, gáfu syni sínum nafn á sunnudag. Drengurinn, sem kom í heiminn þann 5. desember síðastliðinn, fékk nafnið Stefán Bjarmi.

Óskar Logi og Vala opinberuðu nafn frumburðarins

Barnanöfn | 30. desember 2024

Óskar Logi og Vala með frumburðinn.
Óskar Logi og Vala með frumburðinn. Skjáskot/Instagram

Tón­list­armaður­inn Óskar Logi Ágústs­son og sam­býl­is­kona hans, Val­dís Ei­ríks­dótt­ir út­varps­kona, gáfu syni sín­um nafn á sunnu­dag. Dreng­ur­inn, sem kom í heim­inn þann 5. des­em­ber síðastliðinn, fékk nafnið Stefán Bjarmi.

Tón­list­armaður­inn Óskar Logi Ágústs­son og sam­býl­is­kona hans, Val­dís Ei­ríks­dótt­ir út­varps­kona, gáfu syni sín­um nafn á sunnu­dag. Dreng­ur­inn, sem kom í heim­inn þann 5. des­em­ber síðastliðinn, fékk nafnið Stefán Bjarmi.

Parið greindi frá nafni drengs­ins í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag.

„Fal­legi dreng­ur­inn okk­ar var form­lega nefnd­ur í dag.

Stefán Bjarmi Óskars­son.

Stefán heit­ir hann í höfuðið á föður­bróður sín­um, sem féll frá langt fyr­ir ald­ur fram. Við Bjarmi misst­um af miklu að fá aldrei að kynn­ast hon­um, en við þekkj­um hann í gegn­um sög­urn­ar og minn­ing­ar ást­vina hans af hon­um.

Bjarmi er út í blá­inn og er búið að vera nafnið hans síðan hann var lít­il baun í mömm­um­alla.

Lít­ill og ná­inn fjöl­skyldu­fögnuður í dag og við stút­full af þakk­læti og ást,” skrifaði parið við myndaseríu úr nafna­veisl­unni.

Óskar Logi, forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar The Vinta­ge Cara­v­an, og Val­dís, jafn­an kölluð Vala Ei­ríks, hnutu um hvort annað seint á síðasta ári og hafa komið sér vel fyr­ir í Kópa­vogi.

mbl.is