Reykjavík svo gott sem uppseld um áramót

Ferðamenn á Íslandi | 30. desember 2024

Reykjavík svo gott sem uppseld um áramót

Tveir af stærstu hótelrekendum í Reykjavík segja nær öll sín gistipláss uppbókuð. Þrátt fyrir umræðu um yfirvofandi samdrátt á aðsókn ferðamanna til Íslands virðist það hafa haft lítil áhrif á hátíðirnar.

Reykjavík svo gott sem uppseld um áramót

Ferðamenn á Íslandi | 30. desember 2024

Ferðamenn munu manna miðbæjarvaktina um áramótin.
Ferðamenn munu manna miðbæjarvaktina um áramótin. mbl.is/Karítas

Tveir af stærstu hót­el­rek­end­um í Reykja­vík segja nær öll sín gistipláss upp­bókuð. Þrátt fyr­ir umræðu um yf­ir­vof­andi sam­drátt á aðsókn ferðamanna til Íslands virðist það hafa haft lít­il áhrif á hátíðirn­ar.

Tveir af stærstu hót­el­rek­end­um í Reykja­vík segja nær öll sín gistipláss upp­bókuð. Þrátt fyr­ir umræðu um yf­ir­vof­andi sam­drátt á aðsókn ferðamanna til Íslands virðist það hafa haft lít­il áhrif á hátíðirn­ar.

Ferðamenn­irn­ir virðast sækja frek­ar í höfuðborg­ina en á lands­byggðina á þess­um tíma árs.

„Það er eig­in­lega nær upp­selt á öll­um hót­el­um í Reykja­vík hjá okk­ur,“ seg­ir Arn­dís Anna Reyn­is­dótt­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið en hún er for­stöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Ice­land Hotel Col­lecti­on by Berjaya, sem rek­ur átta hót­el í borg­inni. „Það er eitt­hvað aðeins laust á lands­byggðinni,“ bæt­ir hún við. Arn­dís Anna seg­ir þessa aðsókn í raun eðli­lega miðað við síðustu ár, að und­an­skild­um far­ald­ursár­un­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is