Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, til þess að leiða embættið áfram fyrir hönd repúblikana.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, til þess að leiða embættið áfram fyrir hönd repúblikana.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, til þess að leiða embættið áfram fyrir hönd repúblikana.
Framtíð Johnson er óljós en 3. janúar verður á ný valið forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmeirihluti repúblikana er mjög tæpur og getur reynst mjög erfitt að tryggja þann meirihluta í vali flokksins á forseta fulltrúadeildarinnar.
„Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, er góður, vinnusamur og trúaður maður. Hann mun gera það sem er rétt og við munum halda áfram að sigra. Mike hefur fullan stuðning minn. MAGA!!!,“ skrifaði Trump í færslu á Truth Social.
Repúblikanar eru með 219 þingmenn og demókratar 215, enn á eftir að kjósa um eitt sæti í kjölfar þess að repúblikaninn Matt Gaetz hætti.
Einn þingmaður repúblikana hefur gefið það út að hann ætli ekki að styðja við Johnson og nokkrir til viðbótar segjast vera óákveðnir. Það gæti tekið nokkrar umferðir fyrir Johnson til að ná kjöri en stuðningsyfirlýsing Trumps ætti þó að styrkja stöðu Johnson.
Ef tveir þingmenn repúblikana neita að kjósa Johnson og hann fær engan stuðning frá demókrötum þá gæti það endað með því að repúblikanar þurfi að tilnefna einhvern annan en Johnson.
Johnson náði kjöri í embættið í október 2023 eftir að fámennur hópur innan þingflokksins bolaði út Kevin McCarthy.
Fulltrúadeildin var í lamasessi í kjölfar þess í 22 daga þar sem repúblikanar náðu ekki að koma sér saman um leiðtoga.
Hakeem Jeffries, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, verður tilnefning demókrata en tilnefning minnihlutans er aðallega formsatriði.