Villta vinstrinu var hafnað

Alþingiskosningar 2024 | 30. desember 2024

Villta vinstrinu var hafnað

Kosningaúrslitin eru lesendum í fersku minni. Samfylking varð stærstur flokka á þingi, en aðeins með 21% fylgi og 15 þingmenn. Hún setti þannig einhvers konar met, því stærsti flokkur á þingi hefur aldrei verið minni!

Villta vinstrinu var hafnað

Alþingiskosningar 2024 | 30. desember 2024

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Svandís Svavarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Svandís Svavarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Eyþór

Kosn­inga­úr­slit­in eru les­end­um í fersku minni. Sam­fylk­ing varð stærst­ur flokka á þingi, en aðeins með 21% fylgi og 15 þing­menn. Hún setti þannig ein­hvers kon­ar met, því stærsti flokk­ur á þingi hef­ur aldrei verið minni!

Kosn­inga­úr­slit­in eru les­end­um í fersku minni. Sam­fylk­ing varð stærst­ur flokka á þingi, en aðeins með 21% fylgi og 15 þing­menn. Hún setti þannig ein­hvers kon­ar met, því stærsti flokk­ur á þingi hef­ur aldrei verið minni!

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vann fræk­inn varn­ar­sig­ur, hlaut 19% og missti aðeins tvo þing­menn. Svo komu Viðreisn, Flokk­ur fólks­ins og Miðflokk­ur með miðlungs­fylgi, en Fram­sókn rak lest­ina með 8% og missti alla for­ystu­menn nema Sig­urð Inga Jó­hanns­son af þingi.

Hins veg­ar voru tíðindi í því hverj­ir ekki náðu kjöri. Vinstri græn­ir féllu, en það gerðu Pírat­ar líka og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn var tals­vert frá að ná inn. Villta vinstr­inu var þar hafnað á einu bretti. Í því fel­ast skýr skila­boð, hvað sem öðru líður.

Hægri­bylgja en Viðreisn leitaði til vinstri

Annað er óljós­ara. Vilji menn telja Sjálf­stæðis­flokk, Miðflokk og Viðreisn sam­an til hægri náðu þeir sam­tals 47% (og þing­meiri­hluta). Það er ein­hvers kon­ar hægri­bylgja þótt Viðreisn hafi á end­an­um kosið að leita til vinstri.

Eða á end­an­um? Skjótt var byrjað að ræða um að „val­kyrj­urn­ar“ ættu sér­stakt er­indi sam­an og ekki að efa að þær Kristrún, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Inga Sæ­land eiga skap sam­an.

En það er erfitt að verj­ast þeirri til­hugs­un að þar hafi fyrri þreif­ing­ar Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Fram­sókn­ar haft sitt að segja. Og svo kem­ur í ljós hversu vel vara­dekkið reyn­ist.

Full­trúi rit­stjórn­ar Morg­un­blaðsins fjall­ar um árið í stjór­mál­um sem senn er á enda í Tíma­mót­um, ára­móta­blaði Morg­un­blaðsins.

mbl.is