Íslenski fjárhundurinn er nú viðurkenndur sem hreinræktuð hundategund af bresku hundaræktendasamtökunum, Kennel-klúbbnum.
Íslenski fjárhundurinn er nú viðurkenndur sem hreinræktuð hundategund af bresku hundaræktendasamtökunum, Kennel-klúbbnum.
Íslenski fjárhundurinn er nú viðurkenndur sem hreinræktuð hundategund af bresku hundaræktendasamtökunum, Kennel-klúbbnum.
Þetta kemur fram á vef Guardian.
Þar er fjallað um hundategundina og hún sögð hafa verið nefnd í Íslendingasögum fyrir meira en 1.000 árum.
Kennel-klúbburinn segir íslenska fjárhundinn eftirsóknarverðan, snjallan og einstaklega vinalegan. Klúbburinn stendur fyrir Crufts-hundasýningunni.
Klúbburinn viðurkennir bara tegund sem hreinræktaða hundategund ef það eru komnar nokkrar kynslóðir tegundarinnar og að það sé hægt að bera kennsl á ættlegg með tiltekna eiginleika. Þá er einkum horft til skapgerðar og heilsu hunda.
Íslenski fjárhundurinn fær þó ekki að taka þátt í Crufts-hundasýningunni fyrr en eftir 1. apríl 2025 þegar viðurkenningin tekur gildi.
Tegundin verður 224. hundategundin sem samtökin viðurkenna.