Munaði litlu að báturinn sykki

Öryggi sjófarenda | 31. desember 2024

Munaði litlu að báturinn sykki

Svartaþoka olli því að fiskibáturinn Sigrún Hrönn ÞH-36 tók niðri þegar báturinn var á siglingu frá Raufarhöfn til Húsavíkur 27. júní síðastliðinn, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA).

Munaði litlu að báturinn sykki

Öryggi sjófarenda | 31. desember 2024

Tókst að sigla bátnum til Kópaskers og var honum þar …
Tókst að sigla bátnum til Kópaskers og var honum þar stýrt upp í sandfjöru. Sá er stýrði bátnum sagðist óttast að báturinn sykki ef hann myndi stöðva för bátsins. Ljósmynd/Hörður Sigurgeirsson

Svartaþoka olli því að fiski­bát­ur­inn Sigrún Hrönn ÞH-36 tók niðri þegar bát­ur­inn var á sigl­ingu frá Raufar­höfn til Húsa­vík­ur 27. júní síðastliðinn, að því er seg­ir í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa (RNSA).

Svartaþoka olli því að fiski­bát­ur­inn Sigrún Hrönn ÞH-36 tók niðri þegar bát­ur­inn var á sigl­ingu frá Raufar­höfn til Húsa­vík­ur 27. júní síðastliðinn, að því er seg­ir í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa (RNSA).

Sigrún Hrönn komst af sjálfs­dáðum til hafn­ar á Kópa­skeri, en skip­stjór­inn seg­ist hafa ótt­ast um líf sitt og svo virðist sem litlu hafi mátt muna að bát­ur­inn sykki.

Minnti á hval

„Á sigl­ing­unni fyr­ir Sléttu var mik­il þoka svo ekki sást til lands en logn. Sigl­ing­ar­hraði var þá um það bil 20-22 sjó­míl­ur. Að sögn skip­stjóra sló hann af niður í um 10 sjó­mílna hraða þar sem hann ætlaði að ná í kaffi,“ seg­ir í skýrsl­unni. Stuttu síðar tók hann eft­ir ein­hverju sem líkt­ist hval fyr­ir fram­an bát­inn en var of seinn að stöðva bát­inn. Hval­ur­inn reynd­ist sker sem bát­ur­inn lenti á rétt norðan við Rauðanúp á Mel­rakka­sléttu.

„Mikið högg kom á bát­inn og kastaðist skip­stjór­inn fram á við og braut hurð í stýris­hús­inu með þeim af­leiðing­um að hann kenndi sér meins á brjóst­kassa og kvið. Hann náði að bakka bátn­um af sker­inu en tók þá eft­ir að það var kom­inn leki að hon­um og flæddi sjór inn í lúk­ar­inn. Hann setti bát­inn á fulla ferð (18-19 sml.) og setti lensi­dælu í gang. Bát­ur­inn var með þrjú vatns­held hólf og taldi skip­stjór­inn að ein­ung­is væri að flæða inn í það fremsta.“

Báturinn varð fyrir skemmdum þegar hann rakst á skerið.
Bát­ur­inn varð fyr­ir skemmd­um þegar hann rakst á skerið. Ljós­mynd/​RNSA

Þorði ekki að stoppa

Skip­stjór­inn ákvað að láta á það reyna að kom­ast til hafn­ar á Kópa­skeri en um klukku­stund­ar­sigl­ing var þangað. Virt­ist lensi­dæl­an ná að eiga við inn­streymi sjós eða bát­ur­inn hald­ast það hátt á sjón­um á sigl­ingu að ekki flæddi meira inn. Tókst að sigla til Kópa­skers, en þar sem ol­íu­tank­ar báts­ins voru fremst óttaðist skip­stjór­inn að sjór færi í ol­í­una og bát­ur­inn myndi sökkva ef hann stöðvaði hann. Sigldi hann því bátn­um upp með viðlegukant­in­um og upp í sand­fjöru.

Í skýrslu RNSA er haft eft­ir skip­stjór­an­um að lík­lega hafi belg­ur und­ir neyðarakk­eri und­ir bekk fremst í lúk­arn­um komið í veg fyr­ir að sjór flæddi óhindrað inn í lúk­ar­inn.

Bent er á að skip­stjór­inn hafi hvorki haft sam­band við „Vakt­stöð sigl­inga né Neyðarlín­una en sagðist hafa verið hrædd­ur um líf sitt og ekki hugsað skýrt. Hann hafi því ein­ung­is haft sam­band við föður sinn sem síðan hafði sam­band við lög­reglu og til­kynnti um at­vikið.“

Ekki viður­kennt kort

„Að sögn skip­stjóra Sigrún­ar Hrann­ar taldi hann að um­rætt sker væri ekki sýnt í sjó­kort­um en hann studd­ist við Time Zero kort,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Nefnd­in vek­ur at­hygli á því að Time Zero-kort séu alla jafna ekki viður­kennd sjó­kort og minn­ir á að á sigl­ingu við aðstæður þar sem skyggni er lítið beri að halda sig lengra frá landi þar sem minni hætta er á skerj­um.

„Ástæða þess að Sigrún Hrönn tók niðri var sigl­ing í svartaþoku ná­lægt landi,“ seg­ir í niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is