Rannsóknarlögregla í Bandaríkjunum kannar nú tengsl Shamsud Din Jabbar, árásarmannsins í New-Orleans, við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams.
Rannsóknarlögregla í Bandaríkjunum kannar nú tengsl Shamsud Din Jabbar, árásarmannsins í New-Orleans, við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams.
Rannsóknarlögregla í Bandaríkjunum kannar nú tengsl Shamsud Din Jabbar, árásarmannsins í New-Orleans, við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams.
Fáni hryðjuverkasamtakanna sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bifreið árásarmannsins.
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur staðfest að Jabbar hafi verið skotinn til bana af lögreglu eftir skotbardaga þeirra á milli.
Jabbar var 42 ára bandarískur ríkisborgari og skoðar lögregla nú hvort hann hafi haft tengsl við vígasamtök en engin slík samtök hafa lýst ábyrgð á árásinni.
FBI segir í tilkynningu að grunur sé um að heimagerð sprengja hafi fundist í bíl Jabbar.
Segir einnig að aðrar „mögulegar heimatilbúnar sprengjur“ hafi fundist í franska hluta borgarinnar.
Sprengjusérfræðingar kanna nú sprengjurnar og hvort hægt sé að aftengja þær.