Tvær sprengjur fundust í New Orleans

Tvær sprengjur fundust í New Orleans

Tvær heimatilbúnar sprengjur fundust í franska hluta New Orleans-borgar í Bandaríkjunum, að sögn bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Tvær sprengjur fundust í New Orleans

Árás á áramótafögnuð í New Orleans | 1. janúar 2025

Tíu létust í árásinni í nótt.
Tíu létust í árásinni í nótt. AFP/Emily Kask

Tvær heimatilbúnar sprengjur fundust í franska hluta New Orleans-borgar í Bandaríkjunum, að sögn bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Tvær heimatilbúnar sprengjur fundust í franska hluta New Orleans-borgar í Bandaríkjunum, að sögn bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Búið er að aftengja sprengjurnar og stafar ekki lengur hætta af þeim.

Maður ók pall­bíl í gegn­um mann­fjölda á Bour­bon-stæti í New Or­le­ans í nótt, með þeim af­leiðing­um að tíu manns lét­ust og að minnsta kosti 36 særðust.

Fyrr í kvöld var greint frá því að verið væri að rannsaka heimatilbúnar sprengjur í tengslum við árásina.

Ekki einn að verki

Árásarmaðurinn hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára gamall bandarískur ríkisborgari og fyrrverandi hermaður Bandaríkjahers.

Fáni Ríkis íslams fannst í bifreið hans og eru nú rannsökuð tengsl hans við samtökin.

Rannsóknarlögreglumaður hjá FBI sagði að ekki væri talið að Jabbar hafi verið einn að verki.

mbl.is