Árásarmaðurinn Shamsud-Din Jabbar, sem varð 15 manns að bana er hann keyrði bifreið inn í áramótafögnuð í New Orleans á nýársnótt, áformaði að myrða fjölskyldu sína áður en hann hætti við og ákvað að ganga til liðs við Ríki íslams (ISIS).
Árásarmaðurinn Shamsud-Din Jabbar, sem varð 15 manns að bana er hann keyrði bifreið inn í áramótafögnuð í New Orleans á nýársnótt, áformaði að myrða fjölskyldu sína áður en hann hætti við og ákvað að ganga til liðs við Ríki íslams (ISIS).
Árásarmaðurinn Shamsud-Din Jabbar, sem varð 15 manns að bana er hann keyrði bifreið inn í áramótafögnuð í New Orleans á nýársnótt, áformaði að myrða fjölskyldu sína áður en hann hætti við og ákvað að ganga til liðs við Ríki íslams (ISIS).
CNN greinir frá.
Segir þar að Jabbar, sem var tvífráskilinn tveggja barna faðir, hafi búið til fjölda myndbanda sem virðast sýna hann keyra að kvöldi til og tala við myndavélina.
Í myndböndunum vísaði Jabbar til skilnaðar síns og talaði um hvernig hans upprunalega plan var að safna saman fjölskyldu sinni fyrir „fögnuð“ með þá fyrirætlun að myrða hana.
Hann hafi hins vegar svo hætt við þá áætlun og ákveðið að ganga til liðs við Ríki íslams og vísaði Jabbar til drauma sem hann hafði dreymt sem ástæðu fyrir þeirri ákvörðun að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin.
Hvenær myndböndin voru tekin upp er enn óljóst.
Jabbar var alinn upp í Texas og starfaði sem sérfræðingur í tölvumálum hjá bandaríska hernum í meira en áratug en virðist einnig hafa starfað sem fasteignasali í Houston.
Hann var með tvær háskólagráður, eina frá Central Texas-háskólanum og aðra frá ríkisháskólanum í Georgíu-ríki. Báðar gráðurnar voru tengdar tölvunarfræði.
Árið 2020 fékk seinni eiginkona hans tímabundið nálgunarbann gegn honum þegar þau stóðu í skilnaði.
Í umfjöllun CNN kemur fram að svo virðist vera sem Jabbar hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár en fram kemur í tölvupósti sem var sendur, þegar Jabbar stóð í sínum seinni skilnaði árið 2022, að hann ætti í erfiðleikum með húsnæðisgreiðslur sínar