Frans páfi hefur vottað erkibiskup New Orleans samúð sína vegna bílaárásarinnar sem varð 15 manns að bana á nýársnótt.
Frans páfi hefur vottað erkibiskup New Orleans samúð sína vegna bílaárásarinnar sem varð 15 manns að bana á nýársnótt.
Frans páfi hefur vottað erkibiskup New Orleans samúð sína vegna bílaárásarinnar sem varð 15 manns að bana á nýársnótt.
Í skeyti sem sent var frá utanríkisráðherra Vatíkansins, Pietro Parolin kardínáli, til Gregory Aymond, erkibiskups New Orleans, segir að páfinn hafi verið harmi sleginn þegar hann frétti af árásinni og því manntjóni sem hún olli.
Þá kom einnig fram að páfinn myndi biðjast fyrir lækningu til þeirra er slösuðust í árásinni og huggun til þeirra sem nú eru að syrgja fjölskyldumeðlimi sína og vini.
Árásin hefur vakið mikla athygli og er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar nú lögregla vitorðsmanna árásarmannsins Shamsunnd-Din Jabbar.