Fimmtán liggja á spítala vegna hryðjuverkaárásarinnar sem framin var á nýársnótt í New Orleans.
Fimmtán liggja á spítala vegna hryðjuverkaárásarinnar sem framin var á nýársnótt í New Orleans.
Fimmtán liggja á spítala vegna hryðjuverkaárásarinnar sem framin var á nýársnótt í New Orleans.
Alls létust fimmtán manns í árásinni og tugir særðust.
Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Jeffrey Elder, læknir á University Medical Center í New Orleans, segir að ástand sumra sé stöðugt en það sé þó tvísýnna hjá öðrum.
Hann segir 26 manns hafa leitað á spítalann innan nokkurra mínútna frá því að árásin var framin.
Einhverjir þeirra sem liggja á spítalanum urðu fyrir bílnum er hann keyrði inn í mannfjöldann á Bourbon-stræti.
Einnig liggja einhverjir inni sem urðu fyrir skoti eftir að árásarmaðurinn byrjaði að hleypa af skotum.