Kjaraviðræður kennara „seinlegt verkefni“

Kjaraviðræður | 2. janúar 2025

Kjaraviðræður kennara „seinlegt verkefni“

Fundur hefur verið boðaður í kjaraviðræðum kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun, eftir að hlé var gert á viðræðum yfir hátíðarnar. Staðan er enn þannig að of snemmt er segja til um hvort samningar náist fyrir janúarlok, en verkföll hefjast aftur 1. febrúar, semjist ekki fyrir þann tíma.

Kjaraviðræður kennara „seinlegt verkefni“

Kjaraviðræður | 2. janúar 2025

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir ágætan anda í viðræðunum.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir ágætan anda í viðræðunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur hefur verið boðaður í kjaraviðræðum kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun, eftir að hlé var gert á viðræðum yfir hátíðarnar. Staðan er enn þannig að of snemmt er segja til um hvort samningar náist fyrir janúarlok, en verkföll hefjast aftur 1. febrúar, semjist ekki fyrir þann tíma.

Fundur hefur verið boðaður í kjaraviðræðum kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun, eftir að hlé var gert á viðræðum yfir hátíðarnar. Staðan er enn þannig að of snemmt er segja til um hvort samningar náist fyrir janúarlok, en verkföll hefjast aftur 1. febrúar, semjist ekki fyrir þann tíma.

Verkefnið er seinlegt meðal annars vegna þess hve ólík afstaða samningsaðila er til þess hvernig nálgast eigi mögulegar breytingar á störfum kennara og skólastarfi í landinu, að sögn ríkissáttasemjara.

„Við erum að tala okkur saman í dag og átta okkur á því hvernig við höldum áfram,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtalið við mbl.is.

„Það hefur ekkert breyst yfir hátíðarnar, þannig nú er bara að taka upp þráðinn og halda áfram,“ bætir hann við.

Mótað viðræðugrundvöll hægt og rólega

Í lok nóv­em­ber skrifuðu deiluaðilar und­ir ramma­sam­komu­lag um hvernig ætti að standa að frá­gangi kjara­samn­ings við Kenn­ara­sam­bands Íslands og veg­ferðina þangað. Þá var verk­föll­um frestað út janú­ar.

Þá voru einnig tryggð tvö atriði í samningnum sem kennarar lögðu áherslu á. Annars vegar að á ár­inu 2025 verði tekið skref í átt að jöfn­un launa á milli markaða og launa­töflu­auki var fastsettur.

Ástráður sagði í samtali við mbl.is um miðjan desember að of snemmt væri að spá fyrir um hvort samningar næðust fyrir janúarlok, en þá hefjast verkfallsaðgerðir að nýju. Hann segir stöðuna í raun enn vera þannig að spámennska sé erfið.

„Það hefur þokast hægt og rólega í að móta einhvern viðræðugrundvöll, en nákvæmlega hversu langan tíma þetta tekur, það get ég ekki sagt.“

Flóknar breytingar sem varða marga

Ástráður segir ágætan anda í viðræðunum og að samningsaðilar hafi náð þokkalegum trúnaði sín á milli.

„En það er auðvitað þannig að grundvallarverkefnið er eitthvað sem menn sjá mjög ólíkum augum. Það er að vísu þannig að eftir að við náðum samkomulagi um frestun verkfallanna þá vorum við um leið að ganga frá ákveðnum grunnþáttum um hvernig við ætlum að nálgast málin. Þar með gátum við tekið það út fyrir sviga.

En eftir situr að allar breytingar á störfum fólks og skólastarfinu í landinu sem verið er að ræða og velta fyrir sér hvort að hægt sé að gera, eru í eðli sínu þannig að þær varða marga og eru flóknar og mjög ólík afstaða aðilanna hvernig á að nálgast. Þess vegna er þetta seinlegt verkefni.“

Ná­ist samn­ing­ar ekki fyr­ir 1. fe­brú­ar munu verk­fallsaðgerðir kenn­ara hefjast að nýju og verk­föll skella á í þeim skól­um sem þegar hafa samþykkt verk­falls­boðun. Þá munu verk­föll hefjast á ný í leik­skól­um, þar sem ótíma­bundn­ar aðgerðir stóðu yfir.

mbl.is