Mátti Halla nota stokkabelti við 20. aldar peysuföt?

Fatastíllinn | 2. janúar 2025

Mátti Halla nota stokkabelti við 20. aldar peysuföt?

Síminn stoppaði ekki í gær og pósthólfið fylltist af spurningum frá lesendum. Stóra spurningin var eitthvað á þessa leið: Má Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með stokkabelti við búninginn sem hún klæddist? Og hvaða búningur var þetta? 

Mátti Halla nota stokkabelti við 20. aldar peysuföt?

Fatastíllinn | 2. janúar 2025

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í áramótaávarpi sínu hjá Sjónvarpinu. Samsett mynd

Síminn stoppaði ekki í gær og pósthólfið fylltist af spurningum frá lesendum. Stóra spurningin var eitthvað á þessa leið: Má Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með stokkabelti við búninginn sem hún klæddist? Og hvaða búningur var þetta? 

Síminn stoppaði ekki í gær og pósthólfið fylltist af spurningum frá lesendum. Stóra spurningin var eitthvað á þessa leið: Má Halla Tómasdóttir forseti Íslands vera með stokkabelti við búninginn sem hún klæddist? Og hvaða búningur var þetta? 

Stutta svarið er já. Hún mátti það og hún klæddist 20. aldar peysufötum. 

20. aldar peysuföt samanstanda af jakka sem er aðsniðinn með púffermum og flaueli sem var saumað á boðunga og framan á ermar. Undir jakkanum er lagt hvítt peysubrjóst sem er skreytt með blúndu og útsaumi. Jakkinn er kræktur saman að framan og er slaufan, slifsið, saumuð á búninginn. Á búningnum er örlítil blúnda þrædd framan á ermar til skrauts. 

Halla fylgdi reglum sem gilda um þjóðbúninga þegar hún setti …
Halla fylgdi reglum sem gilda um þjóðbúninga þegar hún setti stokkabelti utan um sig við 20. aldar peysuföt.

Pils og jakki eru oftast úr sama efni en svunta er yfirleitt úr silki og er hún höfð yfir pilsinu. Peysufötin sem Halla klæddist eru úr glansandi efni og má efnið vera glansandi þótt flestir kjósi mött þunn ullarefni í dag. Þar að segja þær sem sauma sér slíka búninga í dag. 

Við 20. aldar peysufötin var Halla með húfu sem er grunn og úr flaueli. Húfan er með með skúfhólk. 

Halla var með silfurnælu í slifsinu og með stokkabelti um sig miðja. Það má nota stokkabelti við búninginn og þær sem eiga slíkt belti nota það gjarnan. Það er þó ekki hægt að segja að það tilheyri beint búningnum þótt það megi nota það með. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent spurningu HÉR. 

mbl.is