Sjaldgæfur gestur í Seljahverfi

Krúttleg dýr | 2. janúar 2025

Sjaldgæfur gestur í Seljahverfi

„Hún sat þarna hin rólegasta, kannski þremur metrum frá okkur og leyfði okkur að mynda sig í bak og fyrir,“ segir Kristjana Þórdís Jónsdóttir, íbúi í Jóruseli, sem varð vör við uglu fyrir utan gluggann hjá sér rétt eftir miðnætti í gærnótt.

Sjaldgæfur gestur í Seljahverfi

Krúttleg dýr | 2. janúar 2025

Uglan sat hin spakasta og leyfði myndatökur úr þremur gluggum.
Uglan sat hin spakasta og leyfði myndatökur úr þremur gluggum. Ljósmynd/Kristjana Þórdís Jónsdóttir.

„Hún sat þarna hin ró­leg­asta, kannski þrem­ur metr­um frá okk­ur og leyfði okk­ur að mynda sig í bak og fyr­ir,“ seg­ir Kristjana Þór­dís Jóns­dótt­ir, íbúi í Jóru­seli, sem varð vör við uglu fyr­ir utan glugg­ann hjá sér rétt eft­ir miðnætti í gærnótt.

„Hún sat þarna hin ró­leg­asta, kannski þrem­ur metr­um frá okk­ur og leyfði okk­ur að mynda sig í bak og fyr­ir,“ seg­ir Kristjana Þór­dís Jóns­dótt­ir, íbúi í Jóru­seli, sem varð vör við uglu fyr­ir utan glugg­ann hjá sér rétt eft­ir miðnætti í gærnótt.

Kristjana seg­ir að hún hafi aldrei áður séð uglu í hverf­inu og því hafi þetta vakið sér­staka eft­ir­tekt heim­il­is­fólks­ins.

Ótrú­lega krútt­leg

„Hún var al­veg ótrú­lega krútt­leg, var bara þrjá metra frá mér og ég starði í aug­un á henni á milli þess sem hún snéri hausn­um. Hún var ekk­ert hvekkt. Við fór­um fram og til baka í þrem­ur glugg­um og tók­um mynd­ir af henni en hún sat sem fast­ast,“ seg­ir Kristjana.

Ugl­an var á brott í morg­un og svo virðist sem hávaðinn úr flug­eld­un­um frá kvöld­inu áður hafi ekki haft þau áhrif að ugl­an héldi sig fjarri manna­byggð. Þá hafa verið fram­kvæmd­ir í holt­inu á milli Selja­hverf­is og Kópa­vogs þar sem staðið er að lagn­ingu nýs veg­ar.

Sjálf seg­ist Kristjana eng­in sér­stök fugla­áhuga­mann­eskja en tel­ur að hún hefði tekið eft­ir uglu ef hún hefði látið á sér kræla áður í hverf­inu.

„Ég er að því minnsta eng­in næt­ur­brölt­ari eins og ugl­ur en ég held ég hefði nú tekið eft­ir því ef hún hefði verið hér áður,“ seg­ir Kristjana.

mbl.is