„Hún sat þarna hin rólegasta, kannski þremur metrum frá okkur og leyfði okkur að mynda sig í bak og fyrir,“ segir Kristjana Þórdís Jónsdóttir, íbúi í Jóruseli, sem varð vör við uglu fyrir utan gluggann hjá sér rétt eftir miðnætti í gærnótt.
„Hún sat þarna hin rólegasta, kannski þremur metrum frá okkur og leyfði okkur að mynda sig í bak og fyrir,“ segir Kristjana Þórdís Jónsdóttir, íbúi í Jóruseli, sem varð vör við uglu fyrir utan gluggann hjá sér rétt eftir miðnætti í gærnótt.
„Hún sat þarna hin rólegasta, kannski þremur metrum frá okkur og leyfði okkur að mynda sig í bak og fyrir,“ segir Kristjana Þórdís Jónsdóttir, íbúi í Jóruseli, sem varð vör við uglu fyrir utan gluggann hjá sér rétt eftir miðnætti í gærnótt.
Kristjana segir að hún hafi aldrei áður séð uglu í hverfinu og því hafi þetta vakið sérstaka eftirtekt heimilisfólksins.
„Hún var alveg ótrúlega krúttleg, var bara þrjá metra frá mér og ég starði í augun á henni á milli þess sem hún snéri hausnum. Hún var ekkert hvekkt. Við fórum fram og til baka í þremur gluggum og tókum myndir af henni en hún sat sem fastast,“ segir Kristjana.
Uglan var á brott í morgun og svo virðist sem hávaðinn úr flugeldunum frá kvöldinu áður hafi ekki haft þau áhrif að uglan héldi sig fjarri mannabyggð. Þá hafa verið framkvæmdir í holtinu á milli Seljahverfis og Kópavogs þar sem staðið er að lagningu nýs vegar.
Sjálf segist Kristjana engin sérstök fuglaáhugamanneskja en telur að hún hefði tekið eftir uglu ef hún hefði látið á sér kræla áður í hverfinu.
„Ég er að því minnsta engin næturbröltari eins og uglur en ég held ég hefði nú tekið eftir því ef hún hefði verið hér áður,“ segir Kristjana.