Trump dansaði nóttina á enda

Poppkúltúr | 2. janúar 2025

Trump dansaði nóttina á enda

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fagnaði áramótunum með pompi og prakt ásamt eiginkonu sinni, börnum og nokkur hundruð af nánustu vinum og vandamönnum á heimili sínu á Palm Beach í Flórída, Mar-a-Lago.

Trump dansaði nóttina á enda

Poppkúltúr | 2. janúar 2025

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, í gamlársteiti í Mar-A-Lago í Flórída-ríki …
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, í gamlársteiti í Mar-A-Lago í Flórída-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudag. AFP/Eva Marie Uzcategui

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fagnaði áramótunum með pompi og prakt ásamt eiginkonu sinni, börnum og nokkur hundruð af nánustu vinum og vandamönnum á heimili sínu á Palm Beach í Flórída, Mar-a-Lago.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fagnaði áramótunum með pompi og prakt ásamt eiginkonu sinni, börnum og nokkur hundruð af nánustu vinum og vandamönnum á heimili sínu á Palm Beach í Flórída, Mar-a-Lago.

Meðal gesta voru auðjöfurinn Elon Musk og JD Vance, verðandi varaforseti.

Trump, sem er 78 ára gamall, var í miklu stuði, enda hefur hann mörgu að fagna þessa dagana, og náðist á myndband að dansa við lagið YMCA sem hljómsveitin Village People gerði frægt árið 1978.

Elsti sonur Trump, Donald Trump Jr., deildi myndbandinu á Instagram-síðu sinni í gærdag og hafa hátt í 900.000 manns líkað við danstakta verðandi Bandaríkjaforseta. 

Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi.

mbl.is