Forsetahjónin heimsækja New Orleans

Forsetahjónin heimsækja New Orleans

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja New Orleans í næstu viku til að hitta fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkaárásar sem varð 14 manns að bana á nýársdag.

Forsetahjónin heimsækja New Orleans

Árás á áramótafögnuð í New Orleans | 3. janúar 2025

Joe Biden ásamt eiginkonu sinni, Jill Biden.
Joe Biden ásamt eiginkonu sinni, Jill Biden. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja New Orleans í næstu viku til að hitta fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkaárásar sem varð 14 manns að bana á nýársdag.

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja New Orleans í næstu viku til að hitta fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkaárásar sem varð 14 manns að bana á nýársdag.

Biden og Jill eiginkona hans munu taka þátt í minningarstund í New Orleans á mánudaginn og hitta embættismenn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Keyrði á mannfjölda

Lögreglan telur að hryðjuverkamaðurinn Shamsud-Din Jabbar hafi ekki átt neina samverkamenn. Hann keyrði á mannfjölda á nýársnótt áður en hann hóf skothríð. Fyrr um daginn hafði hann komið fyrir sprengjum í nágrenninu.

Biden sagði í gær að Jabbar hefði líklega verið með fjarstýringu í bílnum sínum til að setja af stað sprengjurnar.

mbl.is