Halla klæddist peysufötum Guggu langömmu

Fatastíllinn | 3. janúar 2025

Halla klæddist peysufötum Guggu langömmu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands var glæsileg þegar hún flutti nýársávarp sitt. Hún klæddist 20. aldar peysufötum þegar hún flutti ávarpið. Nú hefur Halla upplýst að hún hafi verið í fötum af langömmu sinni. 

Halla klæddist peysufötum Guggu langömmu

Fatastíllinn | 3. janúar 2025

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist glansandi 20. aldar peysufötum í áramótaávarpi sínu hjá Sjónvarpinu. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands var glæsi­leg þegar hún flutti ný­ársávarp sitt. Hún klædd­ist 20. ald­ar peysu­föt­um þegar hún flutti ávarpið. Nú hef­ur Halla upp­lýst að hún hafi verið í föt­um af lang­ömmu sinni. 

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands var glæsi­leg þegar hún flutti ný­ársávarp sitt. Hún klædd­ist 20. ald­ar peysu­föt­um þegar hún flutti ávarpið. Nú hef­ur Halla upp­lýst að hún hafi verið í föt­um af lang­ömmu sinni. 

„Peysu­föt­in sem ég klædd­ist í ávarp­inu og við orðuveit­ingu á ný­árs­dag hafa líka vakið at­hygli. Það er gam­an að segja frá því að þau átti langamma mín Guðbjörg (Gugga) Magnús­dótt­ir. Þjóðbún­ingasilfrið, nælu og stokka­belti með eikarmunstri, fékk ég að láni frá Þjóðdansa­fé­lag­inu og Odd­ný Kristjáns­dótt­ir, klæðskeri hjá Þjóðbún­inga­stofu, aðstoðaði mig við sam­setn­ing­una. Ég kann þeim bestu þakk­ir fyr­ir.

Gugga langamma var Stranda­kona en gift­ist Pétri langafa mín­um frá Bol­ung­ar­vík og hóf með hon­um bú­skap þar. Seinna flutt­ust þau til Ísa­fjarðar. Hún gekk afa mín­um, Sig­urði Pét­urs­syni, í móðurstað, en fyr­ir átti hún eina dótt­ur sem hét Halla og ég er skírð í höfuðið á henni skömmu eft­ir að hún lést fyr­ir ald­ur fram. Mér þykir ein­stak­lega vænt um að langamma hafi arf­leitt mig af fal­legu peysu­föt­un­um sín­um sem ég lét lag­færa og klædd­ist stolt á Bessa­stöðum við þetta hátíðlega til­efni,“ seg­ir Halla í færslu á In­sta­gram-síðu sinni. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Glódís Perla Viggósdóttir á Bessastöðum …
Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands og Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir á Bessa­stöðum á ný­árs­dag. Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son
Venju samkvæmt á nýársdag afhenti forseti Íslands hópi fólks riddarakross …
Venju sam­kvæmt á ný­árs­dag af­henti for­seti Íslands hópi fólks ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka orðu. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is