Íslenskar stjörnur rifja upp hápunkta 2024

Instagram | 3. janúar 2025

Íslenskar stjörnur rifja upp hápunkta 2024

Fjölmargar íslenskar stjörnur hafa deilt skemmtilegum færslum á Instagram-síðum sínum síðustu daga og rifjað upp hápunkta og örfáa lágpunkta ársins sem við kvöddum með stæl á þriðjudag. 

Íslenskar stjörnur rifja upp hápunkta 2024

Instagram | 3. janúar 2025

Stjörnurnar rifjuðu upp árið 2024.
Stjörnurnar rifjuðu upp árið 2024. Samsett mynd

Fjöl­marg­ar ís­lensk­ar stjörn­ur hafa deilt skemmti­leg­um færsl­um á In­sta­gram-síðum sín­um síðustu daga og rifjað upp hápunkta og ör­fáa lág­punkta árs­ins sem við kvödd­um með stæl á þriðju­dag. 

Fjöl­marg­ar ís­lensk­ar stjörn­ur hafa deilt skemmti­leg­um færsl­um á In­sta­gram-síðum sín­um síðustu daga og rifjað upp hápunkta og ör­fáa lág­punkta árs­ins sem við kvödd­um með stæl á þriðju­dag. 

Hélt upp á 30 ára af­mæli!

Ástrós Trausta­dótt­ir, dans­ari, áhrifa­vald­ur og meðlim­ur LXS-hóps­ins, var dug­leg að festa alls kon­ar augna­blik á filmu og sýndi meðal ann­ars frá ferðalög­um sín­um, fjöl­skyldu­líf­inu og 30 ára af­mæl­is­fögnuði.

Marg­ir draum­ar rætt­ust!

Guðrún Helga Sörtveit, förðun­ar­fræðing­ur og áhrifa­vald­ur, átti viðburðarríkt ár og tók sam­an það helsta í skemmti­legri færslu. Hápunkt­ur árs­ins var út­gáfa bók­ar­inn­ar Fyrsta árið.

Ein­tóm gleði og ham­ingja!

At­hafna­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir deildi víd­eódag­bók með fylgj­end­um sín­um og greindi frá því helsta sem ein­kenndi árið 2024. Hápunkt­arn­ir voru marg­ir en það sem toppaði árið var þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Tanja Ýr á von á sínu fyrsta barni með kær­asta sín­um Ryan Amor á næstu vik­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Stjörnu­líf!

Rúrik Gísla­son, tón­list­armaður, leik­ari og fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður, átti fantag­ott ár. Hann fór meðal ann­ars með hlut­verk í er­lendri kvik­mynd, gerði allt vit­laust með stráka­hljóm­sveit­inni IceGuys og ferðaðist vítt og breitt um heim­inn. 

Lær­dóms­ríkt ár!

Árið 2024 var krefj­andi og lær­dóms­ríkt fyr­ir Guðmund Emil Jó­hanns­son, einkaþjálf­ara og áhrifa­vald. Hann var dug­leg­ur að sýna frá heilsu­ferðalagi sínu á sam­fé­lags­miðlum og vakti þjóðar­at­hygli í sept­em­ber þegar hann gekk nak­inn eft­ir Suður­lands­vegi á svo­kölluðu sveppa­ferðalagi.

Brallaði ým­is­legt á ár­inu!

Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, jafn­an kallaður Gummi kíró, sleikti sól­ina á Ítal­íu, kynnti sér nýj­ustu tísku­straum­ana í New York og skipti á tösk­um við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands, en það er bara brota­brot.

Sól­ríkt ár!

Bryn­hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir elti sól­ina á síðasta ári og nældi sér í lit á kropp­inn.

Ár umbreyt­inga!

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir fyrr­ver­andi há­skóla-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra átti viðburðarríkt ár. Hún fékk tæki­færi til að klára stór verk­efni, fræðast um starf­semi og fyr­ir­tæki um land allt og endaði árið á því að af­henda Loga Ein­ars­syni lykl­ana að ráðuneyt­inu.

Ógleym­an­leg­ir loka­tón­leik­ar!

Söng­kon­an Svala Björg­vins­dótt­ir átti eft­ir­minni­legt ár. Hún lærði margt um sjálfa sig, lífið og það sem skipt­ir mestu máli. Það sem stóð upp voru kveðju­tón­leik­ar Jóla­gesta Björg­vins í des­em­ber. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Fjöl­skyld­an stækkaði!

Af­reksíþrótta­kon­an Annie Mist Þóris­dótt­ir átti ein­stakt ár. Hún eignaðist sitt annað barn, setti á lagg­irn­ar fyr­ir­tæki ásamt góðvin­konu sinni Katrínu Tönju Davíðsdótt­ur, flutti í nýtt hús og átti dýr­mæt­ar stund­ir í faðmi fjöl­skyld­unn­ar.

Þriðja dótt­ir­in kom í heim­inn!

Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups og mat­argyðja, sýndi frá hápunkt­um árs­ins með skemmti­legri víd­eódag­bók. Hápunkt­ur árs­ins var fæðing þriðju dótt­ur henn­ar og Har­ald­ar Har­alds­son­ar, deild­ar­stjóra Icelanda­ir Cargo. 

mbl.is