Óróapúls mældist við Grjótárvatn í gær

Ljósufjallakerfi | 3. janúar 2025

Óróapúls mældist við Grjótárvatn í gær

Jörð hefur haldið áfram að skjálfa við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu síðustu tvær vikur og jarðskjálftar verið daglegt brauð. Í gær riðu yfir tæplega 20 skjálftar á svæðinu og voru þeir stærstu 2 að stærð. Í eitt skipti kom óróapúls fram á skjálftamæli í Hítárdal og varði hann í um 40 mínútur.

Óróapúls mældist við Grjótárvatn í gær

Ljósufjallakerfi | 3. janúar 2025

Ljósu­fjalla­kerfið teyg­ir sig frá Kolgrafaf­irði í vestri að Norðurá í …
Ljósu­fjalla­kerfið teyg­ir sig frá Kolgrafaf­irði í vestri að Norðurá í Borg­ar­f­irði og dreg­ur nafn sitt af fjall­g­arðinum á Snæ­fellsnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Jörð hef­ur haldið áfram að skjálfa við Grjótár­vatn í Ljósu­fjalla­kerf­inu síðustu tvær vik­ur og jarðskjálft­ar verið dag­legt brauð. Í gær riðu yfir tæp­lega 20 skjálft­ar á svæðinu og voru þeir stærstu 2 að stærð. Í eitt skipti kom óróa­púls fram á skjálfta­mæli í Hítár­dal og varði hann í um 40 mín­út­ur.

Jörð hef­ur haldið áfram að skjálfa við Grjótár­vatn í Ljósu­fjalla­kerf­inu síðustu tvær vik­ur og jarðskjálft­ar verið dag­legt brauð. Í gær riðu yfir tæp­lega 20 skjálft­ar á svæðinu og voru þeir stærstu 2 að stærð. Í eitt skipti kom óróa­púls fram á skjálfta­mæli í Hítár­dal og varði hann í um 40 mín­út­ur.

Á vef Eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Suður­lands er bent á að slík­ur óróa­púls (eða óróa­hviða) sé tal­in skýrt merki um að kvika sé að koma sér fyr­ir í jarðskorp­unni á tölu­verðu dýpi.

Skjálft­arn­ir sem voru um svipað leyti og óróa­púls­inn mæld­ist og voru báðir um 2 að stærð, voru á 21 og 16 km dýpi. Bent er á að álíka órói hafi komið fram í nokk­ur skipti í des­em­ber, en að hann hafi þá aldrei varað leng­ur en í um 15 mín­út­ur.

Mbl.is ræddi við Ingi­björgu Andr­eu Bergþórs­dótt­ur, nátt­úr­vár­sér­fræðing á Veður­stofu Íslands, í gær. Sagði hún þá að skjálft­ar hefðu meira og minna verið á þessu svæði á hverj­um degi síðustu tvær vik­urn­ar.

„Skjálfta­virkni hef­ur farið vax­andi síðan í ág­úst og það byrjuðu að vera skjálft­ar þarna síðan 2021. Síðasta sól­ar­hring er eng­in breyt­ing en þetta er bara staður sem við erum búin að bæta við vökt­un, erum að skoða nán­ar og fylgj­umst með virkn­inni,“ sagði Ingi­björg.

Hún nefn­ir að í des­em­ber hafi Veður­stof­an gefið út til­kynn­ingu vegna jarðskjálfta­virkn­inn­ar í Ljósu­fjalla­kerf­inu og seg­ir ekk­ert hafa breyst síðan þá.

Ekki er hægt að staðfesta hvað veld­ur virkn­inni en helst kem­ur tvennt til greina, inn­fleka­virkni eða kviku­söfn­un á miklu dýpi.

Þann 18. des­em­ber mæld­ist stærsti skjálft­inn frá því að virkn­in hófst vorið 2021, en það var skjálfti af stærð 3,2.

mbl.is