Í desember síðastliðnum var Nina Métayer, alheimskökugerðarmaður ársins 2023, sæmd frönsku heiðursorðunni Ordre national du Mérite Ordre national du Mérite (France) — Wikipédia, fyrir störf sín. Það þykir mikill heiður í heimi bakaraiðngreinarinnar.
Í desember síðastliðnum var Nina Métayer, alheimskökugerðarmaður ársins 2023, sæmd frönsku heiðursorðunni Ordre national du Mérite Ordre national du Mérite (France) — Wikipédia, fyrir störf sín. Það þykir mikill heiður í heimi bakaraiðngreinarinnar.
Í desember síðastliðnum var Nina Métayer, alheimskökugerðarmaður ársins 2023, sæmd frönsku heiðursorðunni Ordre national du Mérite Ordre national du Mérite (France) — Wikipédia, fyrir störf sín. Það þykir mikill heiður í heimi bakaraiðngreinarinnar.
Athöfnin fór fram í Frakklandi, í Parísarborg á Hótel de Ville de Paris. Borgarstjóri Parísar Anne Hidalgo, Bellini siðameistari og teymi hans stóðu fyrir halda verðlaunaathöfnina sem var hin glæsilegasta í alla staði.
Métayer, hefur hlotið fjöldann allan af viðurkenningum meðal annars verið gerð að heiðurborgara í fæðingarborg sinni La Rochelle. Orðunni var komið á laggirnar hinn 3. desember 1963 af Charles de Gaulle Frakklandsforseta og er hún veitt framúrskarandi einstaklingum bæði innlendum sem erlendum. Hún er í fremstu röð kökugerðarfólks í heiminum og er sú kona sem lengst hefur náð í iðngreininni. Nina er með tæpa 400.000 þúsund fylgjendur á Instagram síðu sinni og er stjarna í heimalandinu.
Í þakkarræðu sinni sagði Métayer, eftirfarandi: „Kærar þakkir til Guillaume Gomez, sendiherra matargerðarlistar og persónulegs fulltrúa forseta lýðveldisins fyrir mat og matargerðarlist, fyrir að sæma mig þessari viðurkenningu. Fyrir manneskjuna sem þú ert og fyrir stofnunina sem þú ert svo táknrænn fyrir, var það virkilega táknrænt, áhrifamikið og merkilegt að taka á móti henni úr þínum höndum. Ég vil einnig segja að við, fagfólkið, erum mjög heppin að hafa þig, til að undirstrika og meta fallegu matargerðina okkar.“
Métayer, hélt áfram og sagði enn fremur: „Þessi viðurkenning hefði ekki verið möguleg án handverks þíns, ástríðu þinnar, strangleika þíns og sérfræðiþekkingar. Takk fyrir allt,Delicateam og öll fjölskyldan mín. Ég á ykkur allt að þakka og viðurkenningin er líka ykkar.
Þakkir til allra þeirra sem hafa leiðbeint mér og veitt mér innblástur, leiðbeinenda minna, þeirra sem gáfu mér leyfi mitt til að skapa og þeirra sem trúðu á verk mín og sem stundum ýttu því jafnvel út fyrir landamæri okkar, frá ökrum Élysées til lofts. Ég vil gjarnan heiðra þá fyrir mitt leyti, og ég vona á minn hátt að skrifa lítinn hluta af handverksbrautinni sem ég er aðeins erfingi að.“
Að lokum sendi Métayer, sérstakar þakkir til allra gesta, vina, samstarfsaðila og embættismanna, sem fá sjaldan tíma, fyrir að vera viðstaddir til að deila þessari stund með henni.
Fyrir þá sem ekki vita þá fetaði Métayer, í fótspor Sigurðar Más Guðjónssonar í Bernhöftsbakaríi sem var alheimskökugerðarmaður ársins 2022. Þykir það mikill heiður fyrir Ísland að eiga fulltrúa í þessum hópi og hvatning fyrir iðngreinina í heild sinni hér á landi.
Sjá má myndir frá athöfninni sem hún birti á Instagram síðu sinni hér.