Um hátíðirnar gerði ég þessa guðdómlega góðu ístertu með jólasúkkulaðinu frá Omnom. Bragðið af súkkulaðinu er innblásið af klassíska hátíðardrykknum Malti & Appelsíni, appelsínuberki, kanil og öðrum ljúffengum kryddum ásamt stökkri karamellu. Þetta bragð kemur rosalega vel út.
Um hátíðirnar gerði ég þessa guðdómlega góðu ístertu með jólasúkkulaðinu frá Omnom. Bragðið af súkkulaðinu er innblásið af klassíska hátíðardrykknum Malti & Appelsíni, appelsínuberki, kanil og öðrum ljúffengum kryddum ásamt stökkri karamellu. Þetta bragð kemur rosalega vel út.
Um hátíðirnar gerði ég þessa guðdómlega góðu ístertu með jólasúkkulaðinu frá Omnom. Bragðið af súkkulaðinu er innblásið af klassíska hátíðardrykknum Malti & Appelsíni, appelsínuberki, kanil og öðrum ljúffengum kryddum ásamt stökkri karamellu. Þetta bragð kemur rosalega vel út.
Síðan lagaði ég heita saltkaramellusósu með ístertunni en ístertan er líka góð án sósu. Allir matargestirnir urðu hreinlega ástfangnir af ístertunni og eru búnir að panta að sú verði ávallt borin fram í næstu jólaboðum. Ístertuna skreytti ég með ferskum myntulaufblöðum, rifsberjum og fyllti gatið með ferskum hindberjum. Í lokin dreifði ég síðan minni Nóa Kroppi á diskinn.
Það er virkilega gaman að velja falleg form þegar gera á heimagerðan ís eða ístertu. Til að mynda gerði formið mjög mikið fyrir þessa ístertu og það var gaman að skreyta hana og bera fram. Hún fangar bæði augu og munn.
Til skrauts