„Þetta var algjör toppmaður,“ segir bókaútgefandinn Jónas Björn Sigurgeirsson um Íslandsvininn Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársnótt.
„Þetta var algjör toppmaður,“ segir bókaútgefandinn Jónas Björn Sigurgeirsson um Íslandsvininn Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársnótt.
„Þetta var algjör toppmaður,“ segir bókaútgefandinn Jónas Björn Sigurgeirsson um Íslandsvininn Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársnótt.
Pettifer starfaði sem leiðsögumaður á Íslandi nokkur sumur og eyddi Jónas þremur dögum með Pettifer í veiði fyrir nokkrum árum.
„Hann var mjög þægilegur og skemmtilegur náungi. Hann var lifandi og með alveg brennandi stangveiðiáhuga og fannst æðislegt að vera úti í á,“ segir Jónas í samtali við mbl.is
Segir hann það hafa komið á óvart þegar hann heyrði af fráfalli Pettifer og segir hann það sýna hvað heimurinn sé í raun og veru lítill.
„Að þarna þekkir maður ungan mann sem verður fyrir þessu hryðjuverki. Það er algjörlega ömurlegt. Það var allt of snemma klippt á líf þessa frábæra náunga.“
Eins og greint hefur verið frá var Pettifer með tengingu við bresku konungsfjölskylduna en móðir hans, Alexandra Pettifer, eða Tiggy, gætti Vilhjálms og Harry Bretaprinsa er þeir voru börn og veitti t.a.m. prinsunum mikinn stuðning þegar móðir þeirra, Díana Prinsessa, lést árið 1997.
Spurður hvort Pettifer hafi talað um bresku konungsfjölskylduna þegar þeir eyddu þremur dögum saman segir Jónas svo vera.
„Hann talaði svo vel um Vilhjálm. Honum fannst hann svo mikill toppmaður.“