Konan fékk skilaboð frá tyrkneskum umboðsmanni

Dagmál | 5. janúar 2025

Konan fékk skilaboð frá tyrkneskum umboðsmanni

„Þetta var einhver ævintýraþrá held ég,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Konan fékk skilaboð frá tyrkneskum umboðsmanni

Dagmál | 5. janúar 2025

„Þetta var einhver ævintýraþrá held ég,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

„Þetta var einhver ævintýraþrá held ég,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.

Allt öðruvísi heimur

Elmar gekk til liðs við Elazigspor í Tyrklandi árið 2017 eftir að hafa leikið í Skandinavíu í níu ár.

„Konan mín fékk skilaboð frá einhverjum tyrkneskum umboðsmanni á Instagram þar sem hann var að biðja um númerið mitt,“ sagði Theódór Elmar.

„Hann kom með nokkur tilboð til mín og ég ákvað að stökkva á það. Þetta er allt öðruvísi heimur en í Skandinavíu og ég fékk til dæmis bónusinn minn fyrir að skrifa undir, í seðlum í umslagi.

Öll laun þarna eru reiknuð út eftir skatt og bónusarnir eru miklu hærri en í Skandinavíu líka. Ef öll launin skila sér þá eru þetta þrefalt til fjórfalt hærri laun en í Skandinavíu fyrir leikmann í mínum gæðaflokki. Ég hugsa að launin í tyrknesku B-deildinni séu á pari við launin í þýsku B-deildinni, útborgað þá.

Ef menn sjá ekki fram á að komast upp í efstu hillu myndi ég mæla með þessu. Ég þénaði allavega töluvert meira þarna en ég hefði gert í Skandinavíu. Plús þá fékk ég að búa á frábærum stað og kynnast frábæru fólki líka,“ sagði Theódór Elmar meðal annars.

Viðtalið við Theódór Elmar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hjónin Pattra Sriyanongeog og Theódór Elmar Bjarnason.
Hjónin Pattra Sriyanongeog og Theódór Elmar Bjarnason. Ljósmynd/Pattra
mbl.is