Hanna Thordarson matgæðingur og keramiker er ótrúlega sniðug að búa til töfrandi smárétti sem ljúft er að njóta. Hún er dugleg að fletta gömlum uppskriftabókum og blöðum og sérstaklega sænskum blöðum.
Hanna Thordarson matgæðingur og keramiker er ótrúlega sniðug að búa til töfrandi smárétti sem ljúft er að njóta. Hún er dugleg að fletta gömlum uppskriftabókum og blöðum og sérstaklega sænskum blöðum.
Hún fann til að mynda þessa uppskrift í sænsku blaði sem vinkona hennar færði henni en þetta er saffrankjúklingur með appelsínukeimi og pikkluðum rauðlauk á brauði. Hanna framreiðir réttinn á skemmtilegan máta og er hægt að bjóða upp á hann við öll tilefni.
„Hægt er að nota snittubrauð eða Brioche-smábrauðin, má alveg baka áður og frysta. Kjúklinginn og laukinn má matbúa fyrr um daginn eða daginn áður og þá geyma í kæli.Þá er það eina sem eftir er að setja saman réttinn en mikilvægt er að kjúklingurinn nái stofuhita þannig að hann sé ekki borinn fram kaldur,“ segir Hanna.
Saffrankjúklingur með appelsínukeimi og pikkluðum rauðlauk á brauði
Pækill
- 640 – 700 g kjúklingalundir
- ½ dl salt
- ½ lítri vatn
Aðferð:
- Leysið salt upp í vatninu og látið kjúklinginn liggja þar í a.m.k. 30 mínútur.
Marínering og eldun
- 2 lífrænar appelsínur (börkur af báðum og safinn úr annarri)
- ½ g saffran steytt
- 2 msk. olía
- 4 msk. hunang
- 2 msk. japönsk soja
- 2 tsk. Sambal Oelek
Aðferð:
- Skolið appelsínu í volgu vatni. Rífið börkinn fínt og kreistið safann úr annarri appelsínunni.
- Blandið öllu saman.
- Takið kjúklinginn úr saltvatninu og setjið í maríneringuna og geymið í a.m.k. 1 klukkustund (ef lengur er betra að geyma hann í kæli).
- Stillið ofninn í 145°C (blástur).
- Hitið pönnu með olíu og/eða smá smjöri.
- Takið kjúklinginn úr maríneringunni og steikið á báðum hliðum á frekar háum hita.
- Gott að fá fallegan lit á lundirnar en sætan í maríneringunni hjálpar til með það
- Setjið kjúklinginn í eldfast mót, eða pottinn góða (Hönnupott).
- Hellið því sem eftir er af maríneringunni á pönnuna og látið sjóða í nokkrar mínútur, þar til uppgufun hefur aðeins orðið – gott að hella yfir lundirnar.
- Setjið lundirnar inn í ofn og látið eldast í gegn eða u.þ.b. í 15 – 20 mínútur.
- Takið lundirnar út og látið kólna.
- Skerið niður í litla strimla.
Fyrir samsetningu
- Pikklaður laukur
- Brioche smábrauð eða snittubrauð
- Majónes
- Salat eins og t.d. grænkál – má sleppa
- Kóríander
Samsetning
- Snittubrauð: Ef notuð eru snittubrauð er gott að skera þau í sneiðar og rista stutt á pönnu.Einnig er hægt að skera brauðið í þunnar sneiðar og rista þær í ofninum (u.þ.b. 200°C í nokkrar mínútur).Þá verða brauðsneiðarnar alveg stökkar og því betra að hver sneið sé þunnt skorin.Hægt er að flýta fyrir með því að rista brauðið í ofninum daginn áður.
- Briochebrauð: Litlu brioche-brauðin skorin í tvennt
- Smyrjið majónesi á brauðin og setjið kjúklingastrimla ofan á.
- Setjið síðan pikklaða laukinn þar ofan á og skreytið að lokum með kóríander, grænkáli og/eða steinselju.