Er Zendaya trúlofuð Tom Holland?

Poppkúltúr | 6. janúar 2025

Er Zendaya trúlofuð Tom Holland?

Bandaríska leikkonan Zendaya skein skært á rauða dregli Golden Globe-verðlaunanna sem fram fóru á Beverly Hills-hótelinu í Los Angeles í gær, sunnudag.

Er Zendaya trúlofuð Tom Holland?

Poppkúltúr | 6. janúar 2025

Leikkonan Zendaya skein skært á rauða dreglinum.
Leikkonan Zendaya skein skært á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Zendaya skein skært á rauða dregli Golden Globe-verðlaunanna sem fram fóru á Beverly Hills-hótelinu í Los Angeles í gær, sunnudag.

Bandaríska leikkonan Zendaya skein skært á rauða dregli Golden Globe-verðlaunanna sem fram fóru á Beverly Hills-hótelinu í Los Angeles í gær, sunnudag.

Zendaya, sem stígur vart feilspor þegar kemur að klæðaburði, var afar glæsileg í appelsínugulum síðkjól frá franska tískuhúsinu Louis Vuitton og prýðir meðal annars lista breska tímaritsins Harper’s Bazaar yfir best klæddu stjörnur kvöldsins.

Það var þó ekki kjóllinn sem vakti hvað mesta athygli viðstaddra og þeirra sem heima sátu, heldur var það stærðarinnar demantshringur á baugfingri leikkonunnar sem kynti verulega undir orðróm um að hún hefði trúlofast kærasta sínum, breska leikaranum Tom Holland, nýverið. 

Zendaya og Holland kynntust á tökusetti kvikmyndarinnar Spider-Man: Homecoming árið 2016 og eru sögð hafa byrjað að stinga nefjum saman um leið og tökum lauk.

Parið hélt sambandi sínu leyndu um nokkurra ára skeið en opinberaði ást sína árið 2021, stuttu eftir að það sást til þeirra kyssast í bíl Holland.

Ekki er vitað hvort Holland hafi skellt sér á skeljarnar né hvenær, en leikarinn, sem var fjarri góðu gamni á sunnudagskvöldið, sagði í viðtali við tímaritið Men's Health nú á dögunum að hann ætli að hætta í bransanum um leið og hann eignast fjölskyldu, sem hann vonast til að verði í nánustu framtíð.

Hringurinn er ekkert skran.
Hringurinn er ekkert skran. Ljósmynd/Monica Schipper
mbl.is