Fagnaðarlæti fjölskyldunnar hafa vakið heimsathygli

Poppkúltúr | 6. janúar 2025

Fagnaðarlæti fjölskyldunnar hafa vakið heimsathygli

Myndskeið sem sýnir fjölskyldumeðlimi bandarísku leikkonunnar Demi Moore fagna Golden Globe-sigri hennar hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Fagnaðarlæti fjölskyldunnar hafa vakið heimsathygli

Poppkúltúr | 6. janúar 2025

Demi Moore vann fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Substance.
Demi Moore vann fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Substance. Samsett mynd

Myndskeið sem sýnir fjölskyldumeðlimi bandarísku leikkonunnar Demi Moore fagna Golden Globe-sigri hennar hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Myndskeið sem sýnir fjölskyldumeðlimi bandarísku leikkonunnar Demi Moore fagna Golden Globe-sigri hennar hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Scout LaRue Willis, miðjudóttir Moore og Bruce Willis, deildi myndskeiðinu á Instagram-síðu sinni stuttu eftir að Moore vann sín fyrstu Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Substance á sunnudagskvöldið.

Fjölskyldan, sem fylgdist með verðlaunahátíðinni í sjónvarpinu, stökk á fætur og klappaði saman höndunum þegar nafn Moore var lesið upp.

„Hún gerði það,“ skrifaði Willis við færsluna sem nærri hundrað þúsund manns hafa líkað við á aðeins örfáum klukkustundum.

Moore, sem er 62 ára og á að baki gríðarlega fjölbreyttan og farsælan leikferil, felldi tár þegar hún tók við verðlaununum og sagði sigurinn vera óvæntan í einlægri þakkarræðu sinni.

mbl.is