Brúðarkjóll Evu fáanlegur á norskri Bland-síðu

Brúðkaup | 7. janúar 2025

Brúðarkjóll Evu fáanlegur á norskri Bland-síðu

Eva Bryngeirsdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Kára Stefánssonar, gekk í hjónaband í fögrum hvítum prinsessukjól. Kjóllinn er að hluta til úr blúndu.

Brúðarkjóll Evu fáanlegur á norskri Bland-síðu

Brúðkaup | 7. janúar 2025

Hægt er að kaupa alveg eins kjól og Eva gifti …
Hægt er að kaupa alveg eins kjól og Eva gifti sig í á hinu norska Blandi finn.no. Samsett mynd

Eva Bryn­geirs­dótt­ir, einkaþjálf­ari og eig­in­kona Kára Stef­áns­son­ar, gekk í hjóna­band í fögr­um hvít­um prins­essukjól. Kjóll­inn er að hluta til úr blúndu.

Eva Bryn­geirs­dótt­ir, einkaþjálf­ari og eig­in­kona Kára Stef­áns­son­ar, gekk í hjóna­band í fögr­um hvít­um prins­essukjól. Kjóll­inn er að hluta til úr blúndu.

Efra stykki kjóls­ins er með síðum þröng­um blúndu erm­um sem eru vel sniðnar yfir hand­legg­inn. Háls­málið er vel mótað og bróderað, og sér­lega kven­legt. Mitt­is­lín­an er af­ger­andi og ýtir und­ir kven­leg­an vöxt. Mitt­is­lín­an er líka blúndu­skreytt. Pilsið á kjóln­um er úr tjull­efni með létt­ari blúndu­áferð og er kjóll­inn skósíður. 

Kjóll­inn fékkst hjá brúðar­kjóla­versl­un­inni Christia­ne Bru­des­along en versl­un­inni var lokað í nóv­em­ber 2023. Kjól­arn­ir halda þó áfram að lifa þótt versl­un­in sé hætt rekstri. Kjól­arn­ir ganga til dæm­is kaup­um og söl­um á vin­sæl­um síðum eins og til dæm­is á Finn.no sem er Bland þeirra norðmanna. Nú er til dæmið hægt að kaupa al­veg eins kjól og Eva klædd­ist á norska Blandi og kost­ar hann 9.900 norsk­ar krón­ur eða 122.000 kr. ef miðað er við gengi dags­ins.

Kjóll­inn kostaði upp­haf­lega 20.000 norsk­ar krón­ur eða um 247.140 kr. ef miðað er við gengi ís­lensku krón­unn­ar í dag.

Ein­hver myndi segja að þetta væri gjöf - ekki gjald. 

Kjóllinn er glæsilegur eins og sést á myndinni.
Kjóll­inn er glæsi­leg­ur eins og sést á mynd­inni.
mbl.is