Tjáði sig um andlát eiginmanns síns

Poppkúltúr | 7. janúar 2025

Tjáði sig um andlát eiginmanns síns

Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza, best þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Parks and Recreation, tjáði sig um andlát eiginmanns síns, leikstjórans Jeff Baena, í yfirlýsingu sem send var á tímaritið Page Six á mánudag.

Tjáði sig um andlát eiginmanns síns

Poppkúltúr | 7. janúar 2025

Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza.
Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza, best þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Parks and Recreation, tjáði sig um andlát eiginmanns síns, leikstjórans Jeff Baena, í yfirlýsingu sem send var á tímaritið Page Six á mánudag.

Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza, best þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Parks and Recreation, tjáði sig um andlát eiginmanns síns, leikstjórans Jeff Baena, í yfirlýsingu sem send var á tímaritið Page Six á mánudag.

Baena, sem var 47 ára gamall, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á föstudagRéttarmeinafræðingur í Los Angeles staðfesti að Baena hefði fallið fyrir eigin hendi. 

„Þetta er ólýsanlegur harmleikur. Við þökkum fyrir veittan stuðning og hlýhug í okkar garð. Við biðjum ykkur að virða friðhelgi einkalífsins á þessum erfiðu tímum,“ sagði í yfirlýsingu frá Plaza og fjölskyldu Baena.

Plaza og Baena gengu í hjónaband á heimili sínu árið 2020 eftir tíu ára samband. 

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is