Árið 2024 var ár hamfara í tengslum við flugslys og undanfarnar vikur hafa verið einkar slæmar þar sem yfir tvö hundruð manns létu lífið í tveimur aðskildum tilfellum með aðeins nokkurra daga millibili.
Árið 2024 var ár hamfara í tengslum við flugslys og undanfarnar vikur hafa verið einkar slæmar þar sem yfir tvö hundruð manns létu lífið í tveimur aðskildum tilfellum með aðeins nokkurra daga millibili.
Árið 2024 var ár hamfara í tengslum við flugslys og undanfarnar vikur hafa verið einkar slæmar þar sem yfir tvö hundruð manns létu lífið í tveimur aðskildum tilfellum með aðeins nokkurra daga millibili.
Einhverjir kunna að spyrja hvort flugvélar séu í raun öruggasti ferðamátinn, líkt og hefur verið haldið fram í áraraðir.
Dr. Hassan Sahidi, forseti Flugöryggisstofnunarinnar (Flight Safety Foundation) sem tekur þátt í öllu er viðkemur flugöryggi, setur hlutina í samhengi. „Allt árið 2023 áttu sér engin dauðsföll stað tengd atvinnuþotum. Við árslok 2024 hafði flugiðnaðurinn flutt fimm milljarða farþega um heim allan og þar til rétt undir lok árs var iðnaðurinn við það að endurtaka öryggismetið.“
Samkvæmt rannsóknum frá Tæknistofnun Massachusetts (MIT) er flug í dag öruggara en nokkru sinni fyrr.
Á tímabilinu 2018-2022 var hættan á dauðsfalli vegna flugferða reiknuð vera einn á hverjar 13,7 milljónir farþega. Það er lækkun frá einum á hverjar 7,9 milljónir farþega árin 2008-2017 og mjög mikil lækkun frá einum á hverja 350.000 farþega 1968-1977.
Rannsókn Embry-Riddle Flugakademíunnar sýnir fram á að 80% flugslysa megi rekja til mannlegra mistaka. Mistök af hálfu flugmanna eiga sér stað í 53% tilfella en vélræn bilun er talin orsök í 21% tilfella.
Þá hefur Airbus rannsakað hvaða hluti flugsins er talinn hættulegastur og komst að því að slys eru líklegust til að eiga sér stað í flugtaki og lendingu.
Líkt og fram kemur á Euro News þjónar hvert slys því hlutverki að gera flugsamgöngur öruggari í framtíðinni. Simon Calder, ferðafréttaritari UK Independent, skrifaði í nýlegum pistli að þau flugslys sem áttu sér stað á árinu 2024 verði greind nákvæmlega til að skilja hvað hægt sér að gera til að auka öryggi í framtíðinni.
Nefnd eru dæmi um stór flugslys í sögu flugsamgangna. Áreksturinn yfir Miklagljúfri í Bandaríkjunum 1956, milli TWA Super Constellation og United Airlines DC-7, leiddi til uppfærðrar flugumferðastjórnar.
Eftir að TWA Flight 800 sprakk í lofti árið 1996 voru gerðar breytingar til að tryggja að eldsneyti gæti ekki verið brennt með röngum neista. Í kjölfar atburðanna 11. september 2001 var Samgönguöryggisstofnun (TSA) sett á laggirnar. Janet Northcote, talskona Evrópsku flugöryggisstofnunarinnar (EASA), segir stofnunina eiga í náinni samvinnu með Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) og Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) til að tryggja að flugöryggisstaðlar séu háir á heimsvísu en ekki einungis í Evrópu.