„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð.
„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð.
„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð.
„Ég fann töluvert meira fyrir skjálftunum í Grindavík rétt áður en það fór að gjósa þar,“ segir Jakob. Bændur á Mýrum í Borgarfirði eru ekki sérlega órólegir þrátt fyrir jarðhræringar og óróapúls.
Jakob býr á bænum með konu sinni Guðdísi Jónsdóttur, dótturinni Arndísi Ingu og syninum Ara. Þau eru með búskap, bæði kýr og kindur, sem að sögn Jakobs er ekki stór í sniðum. „Ég er reyndar að breyta núna, stækka fjósið og fjölga kúnum.“ Íbúðarhúsið byggði afi Jakobs á sínum tíma alveg við jaðarinn á gömlu hrauni og því segir hann það óskemmtilega tilhugsun að kerfið láti kræla á sér. Hann er ekki farinn að huga að neinum ráðstöfunum þótt nágrannarnir hafi grínast með það sín á milli að festa kaup á ýtu og fara að ryðja upp varnargörðum.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag