Bændur enn rólegir á Mýrum

Ljósufjallakerfi | 8. janúar 2025

Bændur enn rólegir á Mýrum

„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð.

Bændur enn rólegir á Mýrum

Ljósufjallakerfi | 8. janúar 2025

Fjölskyldan að Staðarhrauni hefur búið þar frá árinu 2021.
Fjölskyldan að Staðarhrauni hefur búið þar frá árinu 2021. Ljósmynd/Guðdís Jónsdóttir

„Ég heyrði svona drun­ur í hús­inu,“ seg­ir Jakob Arn­ar Eyj­ólfs­son, bóndi á Staðar­hrauni við mynni Hít­ar­dals, þegar hann lýs­ir upp­lif­un sinni af því þegar stærsti skjálft­inn reið yfir í Ljósu­fjalla­kerf­inu helg­ina fyr­ir jól, en sá átti upp­tök sín við Grjót­ar­vatn og mæld­ist 3,2 að stærð.

„Ég heyrði svona drun­ur í hús­inu,“ seg­ir Jakob Arn­ar Eyj­ólfs­son, bóndi á Staðar­hrauni við mynni Hít­ar­dals, þegar hann lýs­ir upp­lif­un sinni af því þegar stærsti skjálft­inn reið yfir í Ljósu­fjalla­kerf­inu helg­ina fyr­ir jól, en sá átti upp­tök sín við Grjót­ar­vatn og mæld­ist 3,2 að stærð.

„Ég fann tölu­vert meira fyr­ir skjálftun­um í Grinda­vík rétt áður en það fór að gjósa þar,“ seg­ir Jakob. Bænd­ur á Mýr­um í Borg­ar­f­irði eru ekki sér­lega óró­leg­ir þrátt fyr­ir jarðhrær­ing­ar og óróa­púls.

Jakob býr á bæn­um með konu sinni Guðdísi Jóns­dótt­ur, dótt­ur­inni Arn­dísi Ingu og syn­in­um Ara. Þau eru með bú­skap, bæði kýr og kind­ur, sem að sögn Jak­obs er ekki stór í sniðum. „Ég er reynd­ar að breyta núna, stækka fjósið og fjölga kún­um.“ Íbúðar­húsið byggði afi Jak­obs á sín­um tíma al­veg við jaðar­inn á gömlu hrauni og því seg­ir hann það óskemmti­lega til­hugs­un að kerfið láti kræla á sér. Hann er ekki far­inn að huga að nein­um ráðstöf­un­um þótt ná­grann­arn­ir hafi grín­ast með það sín á milli að festa kaup á ýtu og fara að ryðja upp varn­ar­görðum.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is